Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 86
1. mynd. Varpútbreiðsla lauf-
söngvara (Phylloscopus trochilus)
í heiminum. 'I’ölur sýna nokk-
urn veginn útbreiðslu deiliteg-
undanna; 1 trochilus, 2 acredula,
3 yakutensis. Kort úr Demen-
tiev & Gladkov (1954) ásamt
upplýsingum úr Vaurie
(1959). — The world breeding
distribution of Phylloscopus
trochilus. Numbers indicate the
approximate distribution of subspe-
cies; 1 trochilus, 2 acredula, 3
yakutensis. Adapted from Dem-
enliev & Gladkov (1954), with
additional information from Vaurie
(1959).
Af laufsöngvurum eru taldar 3 deili-
tegundir. Aðaldeilitegundin, Phyllo-
scopus trochilus trochilus, er varpfugl um
V.-Evrópu og syðst í Noregi og Svíþjóð.
Deilitegundin P. t. acredula verpur í
Noregi, Sviþjóð og í A.-Evrópu allt
austur í vesturhluta Síberíu, en þar fyrir
austan tekur við deilitegundin P. I.
yakulensis (sjá 1. mynd).
Af gransöngvurum cru laldar 4 deili-
tegundir í norðanverðri Evrópu og
Síberíu. Aðaldeilitegundin Phylloscopus
collybita collybila er varpfugl í V.-Evrópu.
P. c. abietinus verpur á Norðurlöndum,
A.-Evrópu og vestan til í Rússlandi.
Austar tekur P. c. fulvescens við, og enn
austar (í Síberíu) tekur P. c. tristis við (sjá
2. mynd). f S.-Evrópu, S.-Asíu og N.-
Afríku eru taldar vera 6 deilitegundir
gransöngvara til viðbótar. Mjög
ósennilegt er, að deilitegundir þaðan
flækist til íslands, auk Jtess sem sumar
eru taldar vera staðfuglar.
Vetrarheimkynni laufsöngvaranna
eru frá Mið-Afríku og nærri því óslitið
til S.-Afríku rnilli breiddargráðanna
10°N og 31 °S. Vetrarheimkynni gran-
söngvaranna eru hins vegar á mjóu belti
yfir miðja Afríku milli 18°N og 2°N, en
bellið breikkar heldur um austanverða
álfuna. Þessir litlu söngvarar þreyta því
langt farflug vor og haust.
ATHUGANASV ÆÐI
OG AÐFERÐIR
Kvísker er austasti bærinn í Öræfa-
sveit, en hún liggur, eins og kunnugt er, i
hálfhring um Öræfajökul. Stórar jökul-
ár falla um landið í námunda við bæ-
inn. Áður var mikið um gróðurlausa
aura og sanda, sem nú eru farnir að gróa
upp, þar sem árnar hafa runnið í
ákveðnum farvegum undanfarin ár,
síðan skriðjökla tók að stytta. Þegar
skriðjöklar gengu lengst fram og mikil
ltreyfing var á þeim, runnu árnar oftast
sltt á hvað, og gróður náði ekki að festa
rætur á söndunum.
164