Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 58
dílaskarfsvarp 1947 úr Hestsskeri, nyrst
í Hergilseyjarlöndum. Varpiö í Flötu-
flögu hafði minnkaö og var u.þ.b. horfið
1975. Hið sama virðist hafa gerst í
Svartbakaskeri við Litlanes, en þar
hafði dílaskarfur aukist aftur 1979.
Framangreindar upplýsingar gefa til-
efni til að ætla að varpstofninn hafi
haldist nokkurn veginn stöðugur á þessu
svæði um langt árabil, enda þótt minni
háttar tilfærslur hafi orðiö.
Heimildir um skarfavörp eru yfirleitt
mjög óljósar þegar kemur út fyrir Faxa-
flóa og Breiðafjarðareyjar. Stafar þetta
m.a. af því að oft er erfitt að greina á
milli setstaða og varpstaða, en díla-
skarfar frá Vesturlandi dreifast allt í
kringum land seinni hluta sumars og
geldfuglar eru oft á setstöðum á varp-
tima. Sömuleiðis er tegundagreining oft
óviss. Einnig hefur vegið þungt að
margir þessara hugsanlegu varpstaða
eru afskektir og skoðunarskilyrði þar oft
mjög léleg.
Undir Skorarhlíðum, V.-Barð., urpu
skarfar 1908 (R.H. dagbók 2. 7. 1908) Á
Kríustapa við Skor urpu dílaskarfar
1962 (Tryggvi Eyjólfsson). Engin
skarfavörp fundust á þessum slóðum í
júní 1975. Hugsanlegt er að fáeinir
dílaskarfar verpi í grennd við Látra-
bjarg. Annars staðar á Vestfjörðum er
ekki vitað um nein skarfavörp með
vissu. 1 Strandasýslu verpur enginn
skarfur (F.G.).
Fyrrum virðist dílaskarfur hafa verið
mun algengari varpfugl við Norðurland
en nú er. Er saga skarfabyggðanna þar
mjög á eina lund allt frá því snemma á
þessari öld, hvarvetna hefur fækkað og
vörpin hafa ýmist horfiö með öllu eða
þá að örfáir fuglar eru eftir.
1 Djúpeyjum við Hafnirá Skaga urpu
skarfar 1942 en ekki síðan (Jón Bene-
diktsson). Eyjarnar eru mikið notaður
setstaður dílaskarfa. Á Þursaskeri við
Ketu á Skaga hafa skarfar orpið; þar var
setstaður dílaskarfa en óvíst um varp í
júní 1977. Á Þengilhöfða austan við
Eyjafjörð voru 6—7 dílaskarfshreiður
1903 (Hantzsch 1905) en þar urpu engir
skarfar 1963 (F.G.). Þorvaldur Thor-
oddsen (1913— 15) segir að skarfur verpi
norðan á Eyjarfæti í Grímsey 1884. Á
Brík í Hágöngum vestan Skjálfanda hafa
dílaskarfar orpið lengi, t.d. voru merktir
þar ungar 1932 (Njáll Friðbjörnsson).
Kristján Geirmundsson taldi að þetta
varp hefði minnkað mikið á seinni árum
vegna skotmennsku. Varpið virtist enn
við lýði 1975. I Ærvíkurbjargi skammt
innan við Húsavík byrjuðu dilaskarfar
að verpa um 1901—02; þar voru taldir
32 fuglar í varpi 11.8. 1906 og um 2514.
7. 1907 (R.H. dagbók). Varpið er nú
horfið. Þá segir R.H. (dagbók 11. 8.
1906) að nokkrir („ikke mange“) dila-
skarfar verpi á Mánáreyjum úti af
Tjörnesi. Austan á Tjörnesi, í Hrings-
björgum, er gamall varpstaður díla-
skarfs. R.H. (dagbók 16. 8. 1906) segir
að þar séu 2 vörp og (19. 7. 1907) að
skarfinum fari fækkandi vegna veiða
óviðkomandi manna. Björn Guð-
mundsson (1934) segir dilaskarf vera
varpfugl, en sjaldgæfan síðan ísavetur-
inn 1917—18 því að þá hafi mikið
drepist af honum. Orfáir fuglar virtust
enn verpa á þessum slóðum 1975. Þor-
valdurThoroddsen (1913—15) læturað
því liggja að skarfar hafi orpið 1895 á
Karli við Rauðanúp á Sléttu. Þar urpu
dílaskarfar 1906 (R.H. dagbók 27. 8.
1906). Hörring sá aðeins fáeina skarfa
þarna og segir að færeyingar hafi stolið
öllum ungunum árið áður, svo að nú
136