Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 148
vitann. Ekki var unnt að sjá hvort 22 lang-
víur væru hringvíur eða ekki og úrtakið því
minna sem því nemur. — Census from toþ of the
cliff between Hœísvík and the lighthouse.
Twenty-two Common Guillemots could not be
identified if bridled or not.
3. Stuttnefjur setjast seinna í björgin og
hafa þvi ekki verið komnar. — Briinnich’s
Guillemots return to the cliffs later than Common
Guillemots. Hence they did not show up on this
occasion.
4. Meðaltal þcssara talninga tekið sem rétt
hlutfall, því þar er um að ræða talningar í
viki þar sem unnt er að greina fugla frá brún
til brimþreps. — Mean of these counts taken as
the best estimate, as this part of the cliff could be
viewed from lop to foot.
5. Komið að Eldey og farið kringum hana
á fallaskiptum og kyrrum sjó. Aðeins unnt
að greina hringvíur frá langvíum neðst í
berginu. — Eldey circumnavigated in calm seas al
the turn of the tides. Possible to distinguish Bridled
from Common Guillemots in the lower parts of the
cliff only, hence sample size for bridledness 94
birds.
6. Ekki var unnt að athuga hvort 14 lang-
víur voru hringvíur eða ekki. — 14 Common
Guillmots were not idenlified as to whether bridled
or not.
7. Alls staðar talið að neðan i björgunum
nema 18. júlí, þá taliðafbrún. — Counts made
from foot of the cliff except on I8lh July, then from
the top.
8. Tveir hringir farnir um Drangey í kyrr-
um sjó og síðar athugaðir hlutar þeirra sem
unnt var að skoða með fast undir fótum.
Langvíur sáust aðeins á 5 stöðvum. Þar sem
stuttnefjur voru í yfirgnæfandi meirihluta,
var talningu hætt, og langviur áætlaðar
minna en 1% heildarfjöldans (sjá lika í
texta). — Drangey circled twice in a boat, and
parts which could be viewedfrom top of island were
also investigated. Common Guillemots were identi-
fied at five þlaces only. As Briinnich’s Guillemots
were in great majority, the census was lerminaled,
and Common Guillemots estimated below /% of the
total.
Langvíur sáum við helst í Gislahelli,
Árnahelli og Feitukinn, svo og á einum
bekk í Heiðnabergi og á öðrum í Háu-
sigum. Niðurstaðan var sú, að langvíur
voru ekki yfir 1% heildarfjöldans í berg-
inu.
Flekaveiði var lengi stunduð við
Drangey og var enn leyfileg árið 1954.
Er við komum til Sauðárkróks spurðum
við uppi flekafugl, með því markmiði að
athuga lilutföll tegundanna. Þar sem
nýverið hafði farmur verið sendur til
Reykjavíkur, sáum við aðeins 46
Drangeyjarfugla á íshúsi og voru það
allt langvíur. En er til Reykjavíkur kom,
leituðum við uppi sendingu þá af fugli
sem okkur var sagt frá á Sauðárkróki.
Voru þetta 486 svartfuglar sem skiptust
þannig á tegundir: Langvía 234
(48.2%), stuttnefja 12 (2.4%) og álka 240
(49.4%). Hlutfall stuttnefja var aðeins
4.9% heildarfjöldans, að álku undan-
skilinni, miðað við nær 100% í bjarginu
sjálfu. Af langvíum voru 3.1% með
varpblett.
I fyrstu viku júli 1955 athugaði ég svo
aftur flekafugl frá Drangey, alls 920
fugla. Skiptingin var: Langvía 715
(77.7%) stuttnefja 1 (0.1%), og álka 204
(22.2%). Af 325 langvíum, sem voru
sérstaklega athugaðar, voru 2 (0.6%)
með varpblett. Af 54 álkum, sem voru
athugaðar, voru allar (100%) með varp-
blett.
Fjöldi langvía var áætlaður minni en
1% heildarfjöldans í björgum Drang-
eyjar, en meginhluti flekafugla af þess-
um tegundum, var langvía, svo og álka.
226