Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 73
Svartbakasker við Litlanes, 65 33 N 22 56 V.
Lágt klappasker fyrir mynni Kjálkafjarðar.
Ekki á myndum 1975. — Fáein dílaskarfs-
hreiður hafa verið í Svartbakaskeri (Halldór
Magnússon, munnl. uppl. 1973). Ekkert
skarfsvarp virtist vera i skerinu 1973, 1977 og
1978, en 5. 6. 1979 var þar nokkurt díla-
skarfsvarp (10—20 hreiður?).
Lundey við Skálmarnesmúla, 65 30 N 22 50
V. Sæbrött grasivaxin eyja, votlend á pört-
um. Toppskarfsvarp á bröttum klettabökk-
um og stórgrýtisurðum, alls um 252 hreiður
1975, einnig lundabyggð, æðarvarp og um 2
svartbakshreiður. — Toppskarfur byrjaði að
verpa i Lundey um 1952—53 og hefur aukist
(Jón Finnbogason).
Æðarsker við Skálmarnesmúla, 65 29 N 22 51
V. Lágt klappasker með nokkru grasi, milli
Heiðnareyjar og Lundeyjar. Um 10 dila-
skarfshreiður 1975. — Dilaskarfur kom fyrst
þarna um 1945, og hafa verið um 30—40
hreiður i varpinu (Jón Finnbogason). B.S.
(1951) geturum dilaskarfsvarp i Heiðnarey en
ekki í Æðarskeri.
Stykki, 65 28 N 22 56 V. Litt gróið
klappasker. Alls 20 skarfshreiður 1975, þar
af 8 dilaskarfshreiður uppi á skerinu og 12
sennilega mest toppskarfshreiður utan i
klettafláa. — Toppskarfur kom þarna 1972
(2 hreiður), en dilaskarfsvarpið er mjög
gamalt (H.G.). Sumarið 1977 töldust 33
dilaskarfshreiður og 9 toppskarfshreiður i
Stykki (Æ.P.).
Innri-Stykkisey, 65 28 N 22 56 V. Allhá (16
m) graseyja. Klettabakkar með strjálu
toppskarfsvarpi, alls 16 hreiður 1975. Auk
þess nokkurt lundavarp og um eða innan við
10 svartbakshreiður. — Toppskarfur hefur
ekki áður orpið i Innri-Stykkisey (H.G.), árið
1977 voru hreiðrin orðin 46 (Æ.P.).
Sandeyjar, 65 27 N 22 57 V. Graseyjar með
lágum afliðandi klettabökkum, tengjast
saman á fjöru. Alls um 110 toppskarfshreið-
ur á 3 stöðum 1975: 20 og 56 hreiður norð-
vestan á Norðari-Sandey, 34 hreiður á
Sandeyjarhólmi. Flest hreiðrin á kletta-
bökkum, nokkur í stórgrýtisurðum. Af öðr-
um varpfuglum bar mest á lunda, fýl og
æðarfugli, einnig nokkur svartbakshreiður.
— Toppskarfar urpu fyrst 1972 í Sandeyjum
og 1973 voru hreiðrin um 100 (H.G.).
Kirkjuklettur, 65 26 N 22 56 V. Hár (12 m)
klettahólmi, grasi vaxinn ofan. Um 39
toppskarfshreiður 1975. Auk þess rita (um
220 hreiður), fýll (30—40 hreiður), svartbak-
ur (1) og lundi (margar holur). — R.H.
(dagbók) kom i Kirkjuklett 2. 7. 1908 og segir
að þar hafi þá orpið um 90 toppskarfar;
ungarnir hafi ekki verið teknir reglulega.
Aðrir varpfuglar 1908 voru svartbakur,
lundi, teista og rita. F.G. (dagbók 1942)
hafði eftir Jóni Sigurðssyni í Flatey að
skarfur hefði áður orpið í Kirkjukletti en
hefði ekki verið þar síðan 1918. Toppskarfur
var aftur farinn að verpa i Kirkjukletti 1958
(H.G.).
Sendlingaklettur, 65 26 N 22 57 V. Allhátt
klettasker, grasi vaxið ofan, en grasið að
hverfa undir toppskarfsvarp, um 70 hreiður
1975. Auk þess um 50 rituhreiður, fáein
fýlshreiður, 1 svartbakshreiður; lundaholur.
— Fremur gamalt varp (H.G.).
Lundaklettur, 65 26 N 22 58 V. Há (11 m)
og klettum girt graseyja, með mýrardragi og
smátjörn. Toppskarfsvarp á bökkunum, alls
um 160 hreiður á mynd 5. 6. 1975; 173
hreiður talin 4. 7. 1975 (Æ.P.). Auk þess
mikill lundi, um 650 rituhreiður, fáein fýls-
hreiður, 1 svartbakshreiður og nokkurt æð-
arvarp. — Fremur gamalt varp, 1965 voru
toppskarfshreiðrin 20—30 (H.G.). Alls um
120 hreiður 1974, og 152 hreiður 1976.
Efri-Langey, 65 24 N 22 57 V. Löng og há
(15 m) grasi vaxin eyja. Toppskarfsvarp á 2
stöðum í klettabökkum norðan á eynni, alls
um 15 hreiður 5. 6. 1975; 25 hreiður 4. 7.
1975 (Æ.P.). Lundaholur og fýlar i bökk-
unum. — Engar fyrri heintildir um topp-
skarfsvarp.
Svefneyjaklofningur, 65 24 N 22 48 V. Há,
tvískipt klettaeyja, gras ofan á austari eynni
en hin lítt gróin. Toppskarfsvarp á kletta-
fláum: 120 á austari hlutanum, um 122 á
þeim vestari, alls um 242 hreiður 5. 6. 1975.
Auk þess um 300 rituhreiður, a.m.k. 25 fýls-
hreiður; lundabyggð. Toppskarfshreiðrin
einnig talin 12. 5. 1975: 94 á austurhluta,
103 á vesturhluta, alls 197 (Æ.P.). — F.G.
(dagbók 1942, eftir Sveinbirni Daníelssyni
og Sveinbirni Guðmundssyni) segir 2—3
dílaskarfspör verpa í Klofningi. Skráð sem
toppskarfsvarp 1951 (B.S.). Svefneyjaklofn-
151