Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 153
Flatey, síðar á Flateyri (upplýsingar frá
ca. 1900—1930).
Verkefni mitt í Flatey var fyrst og
fremst að afla vitneskju um lifnaðar-
hætti teistu, en ég hélt einnig til haga
öllum upplýsingum um aðrar tegundir.
Skráði ég m.a. farfuglakomur og hreið-
urfundi, áætlaði stofnstærðir varpteg-
undanna, kannaði útbreiðslu þeirra,
o.s.frv. Fjölmargir aðrir aðilar en |Deir,
sem hafa verið nefndir, hjálpuðu mér i
þessum efnum.
Að lokum hef ég stuðst við óprcntaðar
dagbækur tveggja fuglafræðinga, sem
heimsóttu Flatey; Richards Flörrings
frá 1908 (dagbækur í eigu Náttúru-
fræðistofnunar) og Finns Guðmunds-
sonar frá 1942.
LÝSING FLATEYJAR
OG UMHVERFIS
Breiðafjarðareyjum er oft skipt í
grófum dráttum í tvo hópa, Suðureyjar
og Vestureyjar. Flatey heyrir Vestur-
eyjum til, en það samnefni (sem að vísu
hefur breytilega notkun) mun fyrst og
fremst eiga við Sauðeyjar (sem eru i
V.-Barðastrandarsýslu), allan Flat-
eyjarhrepp (í A.-Barðastrandarsýslu) og
eyjar undan Saurbæ og Skarðsströnd (í
Dalasýslu).
Fjöldi eyja á Breiðafirði fer mjög eftir
skilgreiningu á orðinu ,,eyja“ og mun
lengi hægt að deila um, hversu margar
þær eru. Bergsveinn Skúlason (1977)
getur þess, að til Flateyjarhrepps teljist
536 eyjar og hólmar. Síðustu tvær ald-
irnar hafa þessar eyjar skipst milli 7
jarða, Hergilseyjar, Flateyjar, Svefn-
eyja, Hvallátra, Skáleyja, Sviðna og
Bjarneyja. Áttunda býlið, Stagley, er
löngu farið úr byggð. Lega Flateyjar og
þeirra eyja, sem greinin fjallar um, og
hreppamörk Flateyjarhrepps, eru sýnd
á 1. mynd. Þá sýnir myndin heiti þeirra
eyja við Flatey, sem ritgerðin fjallar um,
svo og ýmis örnefni, sem minnst er á i
fuglatalinu hér á eftir. Lesendur eru
beðnir að nota myndina til glöggvunar
á örnefnum, er þau koma fyrir i texta.
Eins og 1. mynd sýnirer strandlengja
Flateyjar fremur óregluleg. Eyjan er um
1.85 km að lengd, 400 m þar sem hún er
breiöust en aðeins um 30 m þar sem hún
er mjóst. Flatarmál eyjarinnar er um 0.5
km2, og er hún með stærstu eyjum Flat-
eyjarhrepps.
Eins og nafnið Flatey bendir til, er
eyjan lág og flatneskjuleg. Hæsti hluti
eyjarinnar er um 16 m yfir sjávarmáli.
Líkt og svo margar eyjar Breiðafjarðar,
er Flatey hæst að norðanverðu. Gróður-
samfélögum eyjarinnar hefur verið lýst
af Ingólfi Davíðssyni (1971), en gras-
móar, tún og strandflesjur eru mest
áberandi samfélögin. Ingólfur Davíðs-
son (1973) hcfur og tekið saman há-
plöntulista og getur 129 tegunda frá
Flatey sjálfri. Eg hef bætt ýmsum teg-
undum við þann lista, m.a. lensutungl-
jurt (Botrychium lanceolaturri), dún-
hulstrastör (Carex pilulifera), slíðrastör
(C. vaginata), lágarfa (Stellaria humifusa),
akurarfa (S. graminea), þrenningar-
möðru (Galiurn brevipes), sandmuna-
blómi (Myosotis stricta), stjörnusteinbrjót
(Saxifraga stellaria) og fjalldalafifil (Geum
rwale).
Árið 1975 var austasti hluti F"lateyjar
ásamt nokkrum eyjum sunnan hennar,
gerður að friðlandi, samkvæmt lögum
um náttúruvernd (Stjórnartíðindi B nr.
395/1975). Þessi friðun var gerð til
verndar lífsamfélögum á svæðinu, og er
umferð bönnuð um friðlandið á tíma-
bilinu 15. apríl — 15. ágúst.