Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 20
annars staðar, þar sem minni munur er
flóðs og fjöru. A hverri stöð var dýrum
safnað af tveimur 20 X 20 cm reitum, og
er því kannað flatarmál á hverri stöð
800 cm!. Meðal annars er allt þang
skorið af þessum reitum en dýra síðan
leitað á þanginu með stækkunarlampa.
Koma langflestar þanglýsnar í Ijós við
þá skoðun. Öll dýr úr hverju sýni eru
síðan talin og kyngreind, karldýrin
greind til tegunda, og kvendýrum skipt
á tegundir í hlutfalli við fjölda karldýra.
Nokkru kann að skakka við þennan út-
reikning, þar sem kynjahlutfall getur
verið mjög breytilegt og eflaust oft ekki
hið sama hjá mismunandi tegundum á
sömu slóðum. Venjulega eru kvendýrin
mun fleiri en karldýrin og getur munað
miklu.
Við frekari úrvinnslu hefur þangfjör-
um verið skipt i 3 gerðir eftir tegunda-
samsetningu stórvaxinna brúnþörunga.
Gerðirnar eru þessar: 1) Klóþangsfjör-
ur, þar sem klóþang (Ascopkyllum nodo-
sum) og bóluþang (Fucus vesiculosus) eru
ríkjandi um miðbik fjörunnar, en
skúfaþang (F. distichus) tekur við þar
fyrir neðan. Suðvestanlands kemur sag-
þang (F. serratus) stundum nær alveg í
stað skúfaþangs. 2) Bóluþangsfjörur,
sem eru frábrugðnar klóþangsfjörum að
þvi leyti að klóþangið vantar. 3) Skúfa-
þangsfjörur, jjar sem bæði klóþang og
bóluþang vantar, en skúfaþang er ríkj-
andi um stóran hluta fjörunnar.
Greinilegt er, að klóþangsfjörur finnast
fyrst og fremst þar sem skýlt er. Brim er
að jafnaði nokkru meira við bóluþangs-
fjörur, en skúfaþangsfjörur finnast
einkum þar sem brim er talsvert.
NIÐURSTÖÐUR
Utbreiðsla
Um landfræðilega útbreiðslu teg-
undanna er unnt að vera stuttorður.
Allar 3 tegundir finnast í fjörum allra
landshluta, að því undanskildu, að á
Suðurlandi milli Stokkseyrar og Hafnar
i Hornafirði hafa þessar þanglýs aðeins
fundist á einum stað, í Dyrhólaósi, og
aðeins tegundin /. ischiosetosa. Skýringin
á þessu erað sjálfsögðu sú, að þangfjörur
vantar nær algjörlega á svæðinu (Vest-
mannaeyjar eru ókannaðar að þessu
leyti enn).
l’afla I. Tíðni þanglúsategunda af ættkvíslinni Jaera í sýnum úr klóþangsbelti
skýldra fjara.í misntunandi landshlutum. Kannað flatarmál á stöð er 800 cm!.
N = heildarfjöldi stöðva. — Frequency of Jaera spp. in samples from the Ascophyllum
nodosum zone of sheltered shores in different parls of Iceland. The sampled area at each station
is 800 cm2. N—total number of samples. Fjöldi stöðva = number of stations in which a species
occurs.
Suðvesturland Vestfirðir Noröurland Austurland
Southwestern Iceland Northwestern Iceland Northern Iceland Eastern Iceland
CM r- II z N = 76' N = 55 N = 36
fjöldi fjöldi fjöldi fjöldi
stöðva stööva stöðva stöðva
J. prehirsuta 26 36 14 18 15 27 3 8
J. albifrons 4 6 14 18 14 25 20 56
J. ischiosetosa 0 0 1 1 8 15 14 39
98