Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 27
Árni Einarsson:
Fáein orð um skötuorm
(.Lepidurus arcticus (Pallas))
INNGANGUR
Skötuormurinn er eitt kunnasta
krabbadýr í fersku vatni hér á landi.
Stærð lians og forneskjulegt útlit er til
þess falliö að vekja forvitni ferðamanna,
og er hans allvíða getið í ferða- og
leiðalýsingum. Sitthvað hefur verið
skrifað um skötuorminn á íslandi
(Poulsen 1939, Helgi Hallgrímsson
1975), einkum útbreiðslu hans, en að
öðru leyti hafa lifnaðarhættir hans lítið
verið kannaðir hérlendis. Hér verður
gerð stutt grein fyrir nýjum gögnunr um
útbreiðslu dýrsins. Einnig er fjallað um
æxlun og þroskun skötuormsins, en
nokkurs misskilnings hefur gætt um þau
atriöi. Fæða skötuormsins veröur einnig
tekin til athugunar. Könnun á fæðuvali
lians tengist líffræðirannsóknum sem nú
fara fram í Mývatnssveit. Skötuormur-
inn er allalgengur í Mývatni og er þar
mikilvæg fæða fyrir bleikju, hrafnsönd
og hávellu (Hákon Aðalsteinsson 1976,
Arnþór Garðarsson o.fl. 1979, Arnþór
Garðarsson 1979). Staða hans í fæðu-
keðjum Mývatns er því harla fróðleg.
Skötuormurinn er langstatrsti vatna-
krabbi hér á landi. Hann er um 15 mm
langur að meðaltali og getur orðið allt
að 22 mm fyrir utan halaþræðina.
Skötuormurinn tclst til ættbálksins
Notostraca. I honum eru aðeins
tvær ættkvíslir, Triops og Lepidurus.
Mikill fjöldi útlima og lítil verkaskipt-
ing þeirra er til marks um, að þessi dýr
eru ákaflega frumstæð. Útlit þeirra hef-
ur sama og ekkert breyst frá því á trías,
en það jarðsögutímabil stóð fyrir um
170 milljónum ára (sjá Rasmussen
1969).
ÚTBREIÐSLA
Skötuormurinn er heimskautategund
og er þekktur frá flestum nyrstu löndum
umhverfis Ishafið, svo sem Aljútaeyjum;
Norður-Ameríku frá Alaska til Labra-
dor; Grænlandi, Islandi, Bjarnarey,
Svalbarða og meginlandi Evrasíu frá
Skandinavíu til Síbiríu (Somme 1934,
Longhurst 1955). Á jaðarsvæðum
heimskautalandanna, svo sem í Skandi-
navíu og á íslandi, er hann að rnestu
fjallategund.
Skötuormsins verður helst vart hér-
lendis í grunnum vötnum og tjörnum í
hálendinu (sbr. Poulsen 1939), en hann
er einnig í djúpum og meðaldjúpum
vötnum bæði á hálendi og láglendi. Þar
finnast þeir sjaldan lifandi en koma þess
í stað fram sem fæða í silungamögum.
Náttúrufræðingurinn, 49 (2—3), 1979
105