Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 156
úrufræðistofnunar), en mun fleiri eru að
staðaldri á veturna, t.d. sáust 103 i
talningunni 1976. í seinni hluta apríl
hefur stokköndum fækkað mikið.
Venjulega eru þær innan við tíu, en
flestar hef ég séð 27 saman.
Um 5 pör verpa árlega á Flatey, m.a. í
matjurtagörðum. Þá hefur hreiður
fundist í Lágmúla (1977) og ófleygir
ungar 1 Innri-Máfey (1978). R.H. getur
þess, að nokkur pör hafi orpið á Flatey
1908. Því virðist, sem engar breytingar
hafi orðið á fjölda frá þeim tíma.
Urtönd (Anas crecca)-. Mest áberandi í
apríl og maí, þ.e. áður en varptími hefst.
Árin 1975—77 sást venjulega aðeins eitt
par i einu, þó einu sinni tvö pör saman.
Eitt hreiður fannst 1975, og er talið, að
aðeins eitt par hafi orpið það ár og
einnig 1976 en 2 pör árið 1977. Árið
1978 sáust kollur með unga á þrem
stöðum á Flatey (N. Stronach munnl.
uppl.). Tvö hreiður fundust (austast á
Flatey) og liklega urpu 3 pör í eyjunni
það ár. Annars staðar á athuganasvæð-
inu hefur ekki orðið vart við urtendur í
varpi.
Æðarfugl (Somateria mollissima):
Æðarfuglar eru algengir varpfuglar á
athuganasvæðinu, eins og annars staðar
i Breiðafjarðareyjum. Þéttir varpkjarn-
ar eru hvergi, enda landrými til varps
mjög mikið og dreift. Tafla I sýnir fjölda
æðarhreiðra, sem hafa veriö talin við
dúnleit. Tölurnar gefa e.t.v. ekki alveg
nákvæma mynd af fjölda hreiðra, því að
þær hlaupa nokkuð á heilum eða
hálfum tugum. Einnig getur munað
nokkru eftir því, hvenær talning fór
fram, svo og eftir árferði. Tölurnar gefa
þó vissulega góða mynd af æðarvarp-
inu. Rétt er að benda á, að þeir sem
nytja æðarvarp, geta safnað mjög þýð-
ingarmiklum gögnum með því að halda
Tafla I. Fjöldi æðarhreiðra samkvæmt talningum sem gerðar voru við dúnleit. —
Numbers of Eider nesls accordmg lo counls made during down collecling.
Eyja (Island) 1964"» Á r ( Year ) 19651-'» 1976<2>
Flatey 185 230 160
Akurey 65 120 60
Langey 180 115 107
Kerlingarhólmur, Kerlingar- hólmsflaga og Hádegishólmsflaga 60 90 40
Hádegtshólmt og Geirshólmi 30 38 20
Innri-Máfey 120 75 60
Ytri-Máfey 80 170 140
Pjattland og Flathólmi 40 100 100
Lágmúli 20 24 20
Samtals (Total) 780 962 707
Athugasemdir/Notes
(1) Skv. upplýsingum Jóns Bogasonar — /. Bogason, />ers. comm.
(2) Skv. upplýsingum Hafsteins Guðmundssonar — II. Gudmundsson, pers. comm.
234