Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 78
bestu þakkir fyrir. Einnig þakka ég
Ronny Larsson, Lundi, fyrir útvegun
heimilda og Ævari Petersen og Arnþóri
Garðarssyni fyrir lagfæringar á hand-
riti.
LÝSING Á TEGUNDINNI
Fullorðnu dýrin (1. mynd) eru nokk-
uð misstór, en skv. Mehl (1975) geta þau
verið 2.2—5 mm að lengd. Þær bjöllur,
sem ég hef mælt, eru allar um 3 mm,
nema ein, sem mældist 2.3 mm. Höfuð,
hálsskjöldur og framrönd skjaldvængja
eru svört á lit, einnig rönd aftur eftir
samskeytum skjaldvængjanna. Að ööru
levti eru skjaldvængirnir brúnir með
einunt gulum flekk framarlega á hvor-
um skjaldvæng og er afturrönd þeirra
einnig gulleit. Fætur eru brúnleitir.
Fálmarar eru gerðir af 11 liðum og
mvnda fjórir endaliðirnir kylfuna, en
það einkennir þessa tegund og tegundir
ættkvislarinnar Trogoderma (endar fálm-
aranna nefnast kylfur, jtegar endalið-
irnir eru breiðari en aðrir liðir).
Lirfurnar (2. mynd) ná 5 — 6 mnt
lengd fullvaxnar. Að ofan eru jaær
brúnar eða gulbrúnar, en gulhvítar á
kvið. Lirfurnar eru einkennandi hærðar.
Að ofan og á hliðunum eru |tær þétt-
vaxnar liðskiptum og örvarlaga hárum.
Þessi hár eru stutt, þó heldur lengri og
þéttari á öftustu Jírcmur liðunum. Á
hliðunum hafa lirfurnar að auki brúsk
af löngum einföldum hárum á hverjum
lið. A afturendanum er enn lengri
hárabrúskur, sem er jafn hálfum boln-
um að lengd.
SAGA, UPPRUNI OG
ÚTBREIÐSLA UTAN I'SLANDS
Hambjallan fannst fyrst fyrir 40 ár-
um. og var það í Minnesota í Banda-
I-------------1
1 mm
1. mynd. Hambjalla (Reesa vespulae
(Mill.)), fullorðið dýr. — Reesa vespulae
(Aiill.), imagines.
ríkjunum. H. E. Milliron fékk eintök til
athugunar og komst að [teirri niður-
stöðu, að um áður ójDekkta tegund væri
að ræða. Honum fannst tegundin tölu-
vert frábrugðin öðrum tegundum jtess-
arar ættar og taldi hana þess verðuga að
fá ættkvíslarheiti fyrir sig. Hann valdi
jtó j^ann kostinn að skipa tegundinni í
ættkvíslina Perimegatoma Horn og gaf
henni heitið P. vespulae. Tegundarheitið
var dregið af því, að bjöllurnar höfðu
fundist í gömlu búi geitungsins Vespula
arenaria (Fabr.). Búið var 20—25 ára
gamalt og var notað við kennslu. I bú-
inu voru leifar geitunga, sem bjöllurnar
156