Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 68
27 dílaskarfshreiður 1975, enginn annar
fugl. — 24. 5. 1958 voru 85 dilaskarfshreiður
i skerinu (Á.W.H.).
Barnaskervið mynni Haffjarðarár, 64 46 N
22 29 V. Allhátt (8 m) klappasker, hæst og
þverhnipt mót hafi en slétt og afliðandi
landmegin. Gróðurlaust. Landfast á háfjöru.
Dilaskarfsvarp með 17 hreiðrum landmegin
á skerinu 1975. Ofar á skerinu var talsvert
fýlsvarp (um 20 hreiður?). — 8. 6. 1956 voru
um 60 dilaskarfshreiður i Barnaskerjum, en
varpið hafði farið illa í ofsaveðri af suðvestri
27. 5., einnig sáust jrar 4 toppskarfar (óvíst
um varp), a.m.k. 1 fýlshreiður og nokkur
teistupör við hreiður (Á.W.H.). 22. 5. 1958
voru 125 dílaskarfshreiður í skerjunum en
toppskarfur sást ekki (Á.W.H.).
Tjaldurseyjar við Skógarnes, 64 45 N 22 36
V. Tvö lág, stórgrýtt og fremur sendin sker
sem tengjast með granda um fjöru. Fremur
gróðurlítil, einkum vestara skerið. 1975 voru
104 dílaskarfshreiður í Tjaldurseyjum, 72 i
miðri vestari eynni og 32 i þeirri austari. I
vestari eynni voru áætluð 70 svartbaks-
hreiður og 40 fýlshreiður, i austari eynni var
mikill fýll (60—100 hreiður) og 25 svart-
bakshreiður. — Dílaskarfur varp fyrst í
Tjaldurseyjum 1936 (Árni W. Hjálmarsson
1979). Hinn 6. 6. 1956 voru talin 165 dila-
skarfshreiður þar, og auk þess 2 toppskarfs-
hreiður á vestari eynni; 23. 5. 1958 voru þar
173 dilaskarfshreiður, öll á vestari eynni, og
sem fyrr 2 toppskarfshreiður (Á.W.H.).
Aðrir varpfuglar 1958 (fjöldi hreiðra) voru
m.a. fýll (24, 12 á hvorri ey), svartbakur (um
20 á eystri eynni, ekki talin á hinni), teista
(a.m.k. 25 pör alls), lundi (5 holur á eystri
eynni).
Melrakkaey, Grundarfirði, 64 59 N 23 19 V.
Stór, sæbrött eyja með mýrlendi og gras-
lendi, hæð 7 m. Dílaskarfsvarp á klettarana
norður úr eynni, alls 60 hreiður. Topp-
skarfsvarp i klettabökkum vestan á eynni,
aðallega í Draugagjá, um 60 hreiður. 1 Mel-
rakkaey eru auk þess varplönd ýmissa ann-
arra sjófugla, einkum lunda, ritu, hvítmáfs,
svartbaks og æðarfugls. — Dílaskarfur varp
fyrst i Melrakkaey um 1958 (Friðrik Sigur-
björnsson), lengst af voru aðeins örfá hreið-
ur, 1968 voru þau 2—4 (Jón B. Sigurðsson).
17. 5. 1973 voru hreiðrin um 30. Dilaskarfs-
varpið virðist frá upphafi hafa verið á sama
blettinum. Toppskarfur byrjaði að verpa i
Melrakkaey um 1950 (Fr.S.). — 17. 5. 1978
voru 57 dílaskarfs- og 55 toppskarfshreiður í
eynni (T.T.).
Oddbjarnarsker syðra, úti af Eyrarsveit, 65 02
N 23 05 V. Gróðurlaust klappasker. Díla-
skarfsvarp með 140 hreiðrum 1975. Auk þess
2 svartbakshreiður, sitt i hvorum jaðri
varpsins. — 28. 5. 1978 taldi Trausti
Tryggvason 108 dílaskarfshreiður í þessu
skeri.
Stangarsker, vestara, 65 04 N 22 59 (Bjarn-
arhöfn). Gróðurlaust klappasker. Alls um 27
dílaskarfshreiður 1975. Aðrir fuglar ekki
sjáanlegir. — Sbr. austara skerið.
Stangarsker, austara, um 400 m frá vestara
skerinu. Gróðurlaust klappasker. Alls 27
dílaskarfshreiður 1975, 4 svartbakshreiður.
— Dílaskarfsvörpin í Stangarskerjum eru
gömul (Bjarni Jónsson) og eru á skrá 1951
(B.S.).
Stóra Blikasker, 65 03 N 22 57 V. Gróður-
laust, 5 m hátt klappasker. Alls 76 dila-
skarfshreiður 1975. 1 svartbakshreiður sjá-
anlegt.
Þormóðseyjarklettur, 65 04 N 22 56 V. Um II
m há grasivaxin eyja og austur úr henni all-
hátt, ógróið grjótrif sem losnar frá eynni á
flóði. Tvö dilaskarfsvörp 1975 með um 300
m bili, alls 84 hreiður. Annað varpið (43
hreiður) var rétt ofan fjöru sunnan til á
eynni, flest hreiðrin á klöpp en nokkur á
grasi. Hitt varpið (41 hreiður) var á rifinu.
Mikil lundabyggð, nokkrir tugir fýlshreiðra
og um 10 svartbakshreiður. — Dilaskarfs-
varpið er nýlegt (T.T.). Fáein toppskarfspör
verpa að staðaldri í eynni (T.T.). — 1978 var
fjöldi dilaskarfshreiðra enn mjög svipaður,
eða alls 85, þar af 38 á eynni og 47 á rifinu;
toppskarfshreiðrin voru þá um 12 (T.T.). —
B.S. (1951) telur upp 3 toppskarfsvörp á
þessu svæði: Tveggjalambahólma (2 km suður
af Þormóðseyjarkletti), Hafnareyjar og Hrút-
hólma (6 km suður).
Andhœlissker (Altarissker) við Vaðstakksey,
65 07 N 22 49 V. Ekki á myndum 1975.
Toppskarfsvarp, kringum 20 hreiður, hefur
verið lengi i þessum skerjum (T.T. skv. Lár-
usi Guðmundssyni). — í Vaðstakksey sjálfri er
nú ekkert skarfsvarp, en þar var fyrrum mjög
146