Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 139
Hvaö veldur þessari miklu aukningu í
athugunum eftir 1950 og gefur liún
rétta mynd af ástandinu? Að öllum lik-
indum veldur hér tvennt, þ.e. bæði
aukinn fjöldi athugunarmanna og e.t.v.
einnig aukning í dvergkrákustofninum í
NV.-Evrópu, svo og útbreiðsluaukning i
Skandinavíu og á Bretlandseyjum.
Skipulegar athuganir á flækingsfugl-
um hér á landi hefjast ekki fyrr en unt
1938 undir leiðsögn Finns Guðmunds-
sonar og hafa þessar athuganir haldið
áfram allt til þessa dags. Tvennt bendir
til þess að um raunverulega fjölgun á
komu dvergkrákna sé að ræða. 1 fyrsta
lagi er það ekki fyrr en 1952 sem fyrsta
dvergkrákan sést á þessu tímabili, þrátt
fyrir um 14 ára athuganastarf. í öðru
lagi ekki fyrr en veturinn 1962 — 63 sem
dvergkráka hefur vetursetu á Islandi.
Síðan er vitað um a.m.k. sjö slík tilvik að
auki, öll eftir 1970. Þar sem dvergkrákur
eru mjög áberandi og hafa ávallt vetur-
setu á þéttbýlisstöðum komast menn
vart hjá því að taka eftir þeim.
Dvergkrákum hefur verið að fjölga í
Evrópu alla þessa öld, bæði innan hefð-
bundinna útbreiðslusvæða og einnig
hafa þær numið ný lönd aðallega í
norðri (Voous 1960). í Skotlandi hafa
dvergkrákur verið að breiðast út um
norður- og vesturhéruðin og numið
Suðureyjar, Orkneyjar og Hjaltlands-
eyjar á þessari öld. Annars staðar á
Bretlandseyjum hefur þeim líka fjölgað
(Parslow 1967). Árið 1972 var meðal-
fjöldi dvergkrákupara þar 1.6 á km2
ræktaðs lands. Áætlað hefur verið út frá
þéttleikatölum, að dvergkrákustofninn
á Bretlandseyjum sé um 500.000 pör
(Sharrock 1977). í Noregi hafa dverg-
krákur numið ný svæði á suðvestur-
ströndinni (Jaðar) og fjölgun orðið í
héruðunum í kringum Þrándheimsfjörð
á 64°N.br. í Svíþjóð hafa þær verið að
færa sig norður með austurströndinni
alla þessa öld og um 1960 voru þær
komnar til héraðanna í kringum Norð-
urbotn á 65—66°N.br. (Fjeldsá 1972).
Ástæðan fyrir þessari fjölgun er
óþekkt. Menn hafa bent á það sem lík-
lega skýringu að dvergkrákur hafi
hagnast á auknum umsvifum mannsins,
einkum aukinni ræktun, en einnig hefur
útbreiðsluaukningin verið sett í sam-
band við loftslagsbreytingar (Voous
1960, Fjeldsá 1972).
HEIMILDIR
Busse, P. 1969. Results of ringing of Euro-
pean Corvidae. Acta Ornithologica 11:
1—55.
Evans, P. R. & Flower W. U. 1967. The birds
of the Small Isles. Scottish Birds 4:
404—445.
Fjeldsi, ]. 1972. Revision of the systematic
position of Norwegian Jackdaws, Corvus
monedula L. Norwegian Journal of Zoo-
logy 20: 147—155.
Gröndal, Benedikt. 1896. Skýrsla um Hið ís-
lenzka náttúrufræðifélag árið 1894—
1895. Reykjavík.
— 1901. Zur Avifauna Islands. Ornis 11:
449—459.
Guðmundsson, Finnur. 1972. Ornithological
Work on Surtsey in 1969 and 1970.
Surtsey Research Progress Report 6:
64 —65.
Hachisuka, M. U. 1927. Handbook of the
Birds of Iceland. London.
Haflom, S. 1971. Norges Fugler. Oslo.
Hantzsch, B. 1905. Beitrag zur Kenntnis der
Vogelwelt Islands. Berlin.
Havsteen, J. 1931. Skýrsla um Hið íslenzka
náttúrufræðifélag félagsárin 1929 og
1930. Reykjavlk.
217