Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 155
Kerlingarhólmi), og á einum stað (Flat-
hólma) sjást tóftir mannvirkis, sem mun
hafa verið fiskhjallur. Fallegt stuðlaberg
er að sjá í vestustu hólmunum (Nón-
borg, Lágmúla), og eru stuðlabergssúl-
urnar sums staðar 2 m í þvermál. Mel-
gresi er hér og þar, einkum i Lágmúla.
FUGLATAL
I fuglatali þessu er einungis getið
þeirra tegunda sem hafa fundist verp-
andi á athuganasvæðinu. Eg lýsi
einkum hvenær farfugla verður fyrst
vart til eyjanna að vori, fjölda varppara,
varpdreifingu, ýmsum breytingum, sem
hafa orðið, auk annars, séu upplýsingar
fyrir hendi.
Lómur (Gavia stellata): Richard Hör-
ring (hér eftir skammstafað R.H.) getur
þess, að lómspar með einn unga hafi
haldið sig við Flatey sumarið 1908. Skv.
upplýsingum Sveins Gunnlaugssonar
varp lómspar árlega við Lómatjörn á
Flatey fram undir 1910. Síðan hafa
lómar ekki reynt varp í Flatey. Guð-
mundur Bergsteinsson, kaupmaður, lét
síðar þurrka tjörnina upp og rækta þar
tún.
F ý 1 1 (Fulmarus glacialis): Fýlar urpu
ekki á athuganasvæðinu árið 1974, og er
ekki vitað til þess, að tegundin hafi
nokkurn tímann reynt varp fyrir þann
tíma. Arið 1975 varp eitt par, árið eftir 2
eða 3 pör og 1977 urpu 3 pör, öll árin við
Lundaberg á Flatey. Þessar varptil-
raunir mistókust allar, líklega af
mannavöldum. Álegufuglarnir voru
styggir og áttu til að henda egginu úr
hreiðurskálinni um leið og þeir flugu af.
Ekki er vitað, hvort fýlar hafi orpið árið
1978, en a.m.k. komust engir ungar á
legg. Þessi ár, 1975 — 78, kröfsuðu fýlar
hreiðurskálar á mörgum fleiri stöðum
við Lundaberg og sátu þar uppi en urpu
ekki. Fýlar hafa ekki reynt varp annars
staðar á athuganasvæðinu. Fýll, sem
merktur var sem ungi á Hjaltlandi,
fannst dauður 12 árum síðar i Flatey.
Grágæs (Anser anser): Grágæsir eru
farfuglar, sem koma í byrjun apríl
(1976: 4.4.; 1977: 2.4.). Áður en varptími
hefst, halda grágæsir sig nokkuð á ný-
ræktum á austurhluta Flateyjar. Flestar
hef ég séð 32 saman. Þær eru algengast-
ar seinast í apríl — fyrri hluta maí, en
sjást allt fram að mánaðamótum mai/-
júní. Er líður að varptíma, hverfa gæs-
irnar og leita úteyjanna, þar sem
lundabyggðirnar eru að grænka um
þetta leyti og veita góða möguleika til
fæðuöflunar.
Grágæsir hafa ekki orpið á Flatey
sjálfri, en árið 1973 — 75 varp eitt par ár
hvert í Flathólma. Ekki er að undra,
þótt grágæsir verpi ekki á Flatey, þar eð
þær eru styggir fuglar. Hins vegar er
oftast ekki hægt að komast í Flathólma
nema á báti, og er þar minnst ónæði af
völdum manna innan athuganasvæðis-
ins.
Grágæsir sjást yfirleitt ekki yfir há-
sumarið, en stöku fuglar byrja svo að
sjást aftur i ágúst. Er líður fram í
september, eru grágæsir orðnar algeng-
ari. Þær ná hámarksfjölda á tímabilinu
septemberlok til miðs október, allt að
100, en oftast 10—30. Grágæsir sjást
fram undir miðjan nóvember.
Stokkönd (Anas platyrhynchos): Al-
gengari á veturna en á sumrin. Árið
1975 sáust 47 stokkendur í jólatalningu
(sem skipulögð er árlega á vegum Nátt-
233