Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 129
Fugle eftir Kjærbölling): „Mr. Pearson
anförer paa sin Liste over isl. Fugle
„The Ibis april 1895“ at jeg har skudt C.
monedula i nærheden af Örebæk. Dette er
ikke tilfældet og jeg ved ikke hvorfra
Pearson har denne meddelelse.“]
Stóru-Laugar í Reykjadal, S.~Þing., vor
1901, safnað, Ation. Fugl þessi var
gefinn Náttúrugripasafninu af Jóh.
Havsteen á Akureyri í október 1901
(Aðfangaskrá Náttúrufræðifélagsins,
handrit), og er eintakið enn til
í Náttúrufræðistofnun (skrásetning-
arnúmer RM 5950). Nokkur rugl-
ingur hefur verið um hvar og hvenær
þessi fugl náðist og hafa jafnvel verið
gerðir úr honum tveir fuglar. Orsök
þessa misskilnings virðist vera sú að
Bjarni Sæmundsson, þáverandi for-
stöðumaður Náttúrugripasafnsins, hef-
ur haft rangar upplýsingar um fundar-
stað og tíma fuglsins. Bjarni (1905,
1911) segir að dvergkrákan hafi náðst
við bæinn Stóru-Tungu, Bárðardal, í
apríl 1901. Hantzsch (1905) og Hachi-
suka (1927) hafa báðir Bjarna sem
heimild fyrir fuglinum frá Stóru-
Tungu. Arið 1931 birti J. Havsteen
grein um fuglaathuganir sínar og föður
síns, J. V. Havsteens, og segir þar að
dvergkráka þessi hafi náðst að Stóru-
Laugum í Reykjadal í mars 1901. í
Fuglunum (1936) hefur Bjarni gert sér
grein fyrir fyrra misskilningi og fellir
niður dvergkrákuna frá Stóru-Tungu en
Timmermann (1949) tekur báða fugl-
ana með, þ.e. einn í mars að Stóru-
Laugum og einn í apríl að Stóru-Tungu.
í Náttúrufræðistofnun eru varðveitt-
ar dagbækur danska fuglafræðingsins
R. Hörrings en hann ferðaðist hér um
1905—08. í aths. við 31. sept. 1906 segir
hann um þessa dvergkráku: „Consul
Havsteen meddelte mig under sit Op-
hold i Köbenhavn Vinteren 1905 — 06
at den var skudt d. 21. april 1902 ved
Bardarsel v. Store Lögun (Laugum).“
Ártalið 1902 fær ekki staðist þar sem
fuglinn kom á safnið í okt. 1901 sbr.
Aðfangaskrána. Réttur fundarstaður
þessa fugls eru Stóru-Laugar en ekki er
hægt að skera úr um hvort það hafi
verið í mars eða april sem hann náðist
sbr. Havsteen 1931 og Hörring 1906.
Reykjavík, 26. okt. 1910, safnað, Anon.
Karlfugl, skotinn við Skildinganes,
varðveittur í Náttúrufræðistofnun (RM
5951, B. Sæm. 1911).
Skaftafell í Orœfum, A.-Skaft., 15. okt.
1952, safnað, H. B. Fuglinn hafði haldið
sig í grennd við útihús á Skaftafelli í
2—3 daga áður en hann náðist. Eintak í
Náttúrufræðistofnun (RM 5952).
Fagurhólsmýri í Örœfum, A.-Skaft., um
15. okt. 1952, H. B.
Borgames, Mýr., 10—20 fuglar, 17. okt.
1952, einum safnað, H. J. Fuglinn, karl-
fugl, er uppsettur og í Náttúrugripa-
safni Kópavogs.
Krókur í Norðurárdal, Mýr., 30. apríl
1956, safnað, H. Br. Eintak i Náttúru-
fræðistofnun (RM 5953). Við krufningu
fundust í fóarni mikið af korni, einn
silakeppur (Otiorrhynchus) og ein tví-
vængja (Diptera).
Akureyri, 1957, safnað, Anon. Dverg-
kráka þessi var í eigu Kristjáns heitins
Geirmundssonar, nú í eigu Náttúru-
gripasafnsins í Borgarnesi (skv. K. H.
S.).
207