Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 100
Flestar seglberalirfur nærast á plöntu-
svifi á lirfuskeiöinu, en sumar fá svo
mikla næringu i vegarnesti að þær þurfa
ekki aðra næringu. Stöku tegundir
sleppa sviflirfustiginu alveg og taka þá
út allan sinn lirfuþroska i egginu eins og
t.d. horndropi. Baktálknar taka nokk-
urri myndbreytingu frá lirfuskeiði til
botnlífs. Þær tegundir sem ekki hafa skel
eftir að lirfuskeiði lýkur kasta þá m.a.
skelinni.
Yfirlil vfir ættbálka íslenskra baktálkna
Flinn mikli fjölbreytileiki í líkams-
byggingu og lifnaðarháttum baktálkna
kemur vel fram í því, að þeim er skipt
niður í 11 ættbálka en fortálknum í að-
eins 2, enda þótt innan við 5% allra
sniglategunda teljist til baktálkna. Hér
við land hafa fundist um 70 tegundir
baktálkna af 6 ættbálkum og skal nú
gerð nokkur grein fyrir hverjum þeirra.
1. ættbálkur. DULTÁLKNAR
(Cephalaspidea)
Nafnskýring: Gríska kephale: höfuð og
aspis: skjöldur. Skjaldhöfðar. Einnig
stundum nefndur Bullomorpha sem
þýðir blöðrulaga og á við skelina.
Þriðja heitið, Tectibranchia, er ekki
lengur notað, en íslenska heitið, dul-
táknar, er þýðing á því. Það er búið að
vinna sér nokkra hefð í málinu, og sé ég
því ekki ástæðu til þess að breyta því til
samræmis við erlenda fræðiheitið.
Dultálknar sem við ísland lifa hafa
allir skel, sem hjá sumum tegundum er
hulin möttlinum. Gjarðaböggvi (Acteon
tornatilis) er frumstæðastur íslenskra
tegunda. Hann hefurstóra röndótta skel
með hárri hyrnu, sem líkist skeljum for-
tálkna, og er nógu stór til þess að dýrið
getur dregið sig inn í hana (3. mynd).
Gjarðaböggvi er eini íslenski dultálkn-
3. mynd. Gjarðaböggvi (Acteon tornatilis),
frumstæðasti dultákninn. Skelin líkíst for-
tálknaskel með hárri hyrnu og röndum, en er
búin að fá straumlinulögun 1: Loka, hs: höf-
uðskjöldur. Byggt á Pruvot-Fol 1954.
inn sem hefur loku. Snubbur (Retusa) og
soppur (Diaþhana) geta dregið sig inn í
skelina til fulls, en stúfur (Cylichna) og
kuggar (Scaphander) hafa skel sem er of
litil til að hýsa dýrin alveg. Laufur
(Philine) hafa mjög veigalitla skel, sem er
alveg hulin af möttlinum (4. mynd).
Hjá dultálknum má rekja hvernig
möttulholiö færist aftur. Þaö er framar-
lega á hægri hliö gjaröaböggva en aftan
á laufum (4. mynd). Höfuð dultálkna
myndar breiðan, flatan höfuðskjöld til
graftrar (3. og 4. mynd). Dultálknar hér
við land eru allir grafdýr og rándýr, sem
lifa á öðrum botndýrum, einkum göt-
4. rrtynd. Hélulaufa. Philine (Laona) prui-
nosa. Skelin er alveg horfin inn I möttulinn
(m) og möttulholið er aftan á dýrinu. Höf-
uðskjöldur (hs) mjög stór og fótbörð (fb)
einnig. Takið eftir að augu vantar, enda elur
dýrið aldur sinn ofan i leðjunni. Eftir
Odhner upp úr Thompson 1976.
178