Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 143
Þorsteinn Einarsson:
Fjöldi langvíu og stuttnefju
í fuglabjörgum við ísland
INNGANGUR
Fyrir livatningu dr. Finns Guð-
mundssonar, lióf ég athuganir á svart-
fuglum í Vestmannaeyjum árið 1938.
Þessum athugunum hef ég haldið áfram
meira eða minna árlega til ársins 1978.
Á þessu tímabili hef ég heimsótt flest
fuglabjörg hringinn í kringum landið.
Þessar athuganir hafa einkum beinst
að eftirfarandi þrem atriðum: a) meta
hlutfall langvíu (Uria aalge) og stutt-
nefju (Uria lomvia) í hinum ýmsu björg-
um, b) meta hlutfall afbrigðisins hring-
víu (= hringavíu, geirvíu, taumvíu)
innan langvíustofnsins og c) áætla
fjölda langvíu og stuttnefju. Hringvía er
litarafbrigði af langvíu og að því leyti
frábrugðin, að hún hefur hvítan augn-
hring, og liggur taumur aftur og niður
úr honum.
AÐFERÐIR
Talningar fóru aðallega fram á tíma-
bilinu 10. júní—20. júlí. Ég hefi haft
eftirtalin einkenni til hliðsjónar við
ákvörðun tegundanna: Af litarmun á
baki, hálsi og höfðu langvíu og stutt-
nefju má glöggt greina á milli tegund-
anna. Liturinn á langvíu er kaffi- eða
súkkulaðibrúnn en svartur á stuttnefju.
Snúi fuglarnir bringum fram, má greina
hvernig hvíta fiðrið gengur frá bringu í
odda upp í kverk á stuttnefju, en hvíta
og svarta fiðrið á hálsi langvíu jaðrast í
boga. Fuglarnir reigja og hneigja sig í
sífellu eða slá til höfðum, svo oft gefur að
líta vangasvip þeirra. Þá kemur greini-
lega í ljós hin hvíta brydding á efri goggi
í munnviki stuttnefju. Þar sem stærðar-
munur er lítill á goggum tegundanna,
hefur hann aldrei verið mér marktækt
einkenni.
Enginn getur ætlast til, að björg þau,
sem svartfugl situr að sumarlagi, verði
svo saumfarin, að hvert sátur (bæli eða
varpstæði) verði talið, hvað þá hver
fugl. Við talningar hef ég valið ákveðið
svæði, oft frekar með berum augum en
sjónauka, og talið á því sátrin. Þá hef ég
talið fjölda einstakra fugla á hverju
sátri, greint að og talið stuttnefju og
hringvíu. Að lokum hef ég svo farið aft-
ur yfir fjölda einstakra fugla og um leið
talið stuttnefju og hringvíu. Oft hefur
þetta verið nokkur yfirlega, því fuglar
hafa komið og farið, eða verið rólegir og
kúrt sig niður, svo vangi eða nef hefur
ekki sést. Oft hef ég þurft að bíða
Náttúrufræðingurinn, 49 (2—3), 1979
221