Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 75
legt, var lítið um 1963—65 (Jóhannes
Gislason).
5a«rf9>austan Hrauneyja, 65 27 N 23 02 V.
Um 5 m há graseyja með háum klettabökk-
um. Áætluð 2 toppskarfshreiður 1975.
Sennilega setstaður. — Engar aðrar heim-
ildir um varp. Eitt toppskarfshreiður fannst
1973 í Hvannhólmi, skammt frá Sandey
(H.G.).
Bödvarsklettar, 65 28 N 23 01 V. Graseyjar,
þverhniptir klettar að norðanverðu en aflið-
andi klappir að sunnan. Alls um 84 topp-
skarfshreiður 1975. Auk þess rita (um 230
hreiður), fýll (ca. 10) og svartbakur (2).
Toppskarfsvarpið að mestu ofan á kletta-
brúnum og á háum stöllum. Grasið á und-
anhaldi með brúnunum. — Alls 100 topp-
skarfshreiður 1977 (Æ.P.).
Oddleifsey, 65 28 N 23 04 V. Stór graseyja,
að mestu girt hallandi klettabökkum og
urðum. Alls um 420 toppskarfshreiður 1975.
Auk þess um 60 rituhreiður, a.m.k. 40 fýls-
hreiður og 12 svartbakshreiður. Talsvert af
lundaholum; æður og teista áberandi við
eyna. — Nýlegt varp (Ragnar Guðmunds-
son). Alls 412 toppskarfshreiður 1977
(Æ.P.).
Innri-Rauðsdalshólmi, Sauðeyjum, 65 28 N
23 08 V. Fremur óreglulegur og misgróinn
klcttahryggur. Sléttar, afliðandi klappir
austast. A.m.k. 395 skarfshreiður 1975. Af
þeim voru um 330 toppskarfshreiður, en um
65 voru talin vera dílaskarfshreiður og voru
þau síðarnefndu öll á klöppum austast á
cynni. Auk þess voru um 65 rituhreiður, um
15 svartbakshreiður og a.m.k. 15 fýlshreiður
i hólmanum. Þétt lundabyggð að vestan-
verðu. — Engar aðrar heimildir eru um
dílaskarfsvarp á þessum stað. Áður var dila-
skarfsvarp á Hestsskeri, um 3 km austar, en
það varp lagðist af um 1947 (Jóhannes
Þórðarson). Um 2—3 dilaskarfshreiður voru
á Hestsskeri, um 10 hreiður vorið 1942 (F.G.
dagbók, eftir Þórði Benjaminssyni).
Ytri-Rauðsdalshólmi, Sauðeyjum, 65 28 N
23 09 V. Um 100 m vestan við Innri-Rauðs-
dalshólma og tengist honum á fjöru.
Hrygglaga hólmi, grasi vaxinn ofan, en við-
ast girtur allbröttum eða þverhniptum
klettum. Alls 484 toppskarfshreiður 1975;
auk þess um 40 ritu-, um 6 svartbaks- og um
22 fýlshreiður. Lundabyggð, einkum norðan
til.
Heimaey, Sauðeyjum, 65 28 N 23 09 V. All-
stór og gróin eyja, byggð þar til um 1930.
Urðir og klettabakkar með ströndinni, eink-
um að norðan og vestan. Um 18 toppskarfs-
hreiður 1975. Voru þau í urð við klettavík
(vör?) norðan bæjartóftanna. Varpið leit út
fyrir að vera mjög nýlegt. Auk þess sáust
fáeinir fýlar og svartbakar á hreiðrum i
eynni.
Rif Sauðeyjum, 65 27 N 23 10 V. Allháir
klettahryggir milli Háeyjar og Skarfeyjar.
Brattastir að vestan, aflíðandi og talsvert
grónir að austanverðu. Alls um 212 skarfs-
hrciður 1975, öll talin vera toppskarfshreið-
ur, en e.t.v. voru um 20 þeirra dílaskarfs-
hreiður. Auk þess um 120 ritu-, 11 svartbaks-
og a.m.k. 4 fýlshrciður.
Skarfey, Sauðeyjum, 65 27 N 23 10 V. All-
há, grasi vaxin cyja, að mestu girt aflíðandi
klettum. Stór klettagjá norðan til. A.m.k.
578 toppskarfshreiður 1975. Auk þess um
435 ritu-, 37 svartbaks- og a.m.k. 20 fýls-
hreiður.
Þórisey, Sauðcyjum, 65 27 N 23 09 V.
Klettahryggur, 18 m hár. Gróðurlausir
klettafláar að vestan, brattar grasi vaxnar
brckkur að austanverðu. Nokkrar klettagjár.
A.m.k. 856 toppskarfshreiður 1975, en e.t.v.
vantar allt að 100 hreiður á myndir. Aðrir
varpfuglar m.a. rita (um 1045 hreiður),
svartbakur (um 33) og fýll (um 22). — Á
árunum 1912—23 var skarfavarp í Sauðeyj-
um mest í Þórisey, „3—4 skarfar i hverri gjá“
(Guðrún Jónsdóttir). — Á skrá 1951 (B.S.).
Dyratindur, Sauðeyjum, 65 27 N 23 08 V.
Hár og gróðurlítill klettahryggur. A.m.k. 37
toppskarfshreiður 1975, auk þess um 145
rituhreiður, 13 svartbaks- og 8 fýlshreiður.
— Skráð sem dllaskarfsvarp 1951 (B.S.).
Inmi-Kiðhólmi, 65 26 N 23 12 V. Skerið er
tviskipt af þröngu sundi. Noröurhlutinn er
bungulagað og fremur lágt klappasker með
nokkru grasi. Þar voru alls um 20 topp-
skarfshreiður 1975. Auk þess um 60 svart-
baks- og um 110 rituhreiður. — Suðurhlut-
inn er hærri og mjög gróðurlítill. Þar voru
alls 26 skarfshreiður 1975, 3 dílaskarfar
ákvarðaöir, en líklega einnig toppskarfar.
Áætlaðar hreiðurtölur: dílaskarfur 16,
153