Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 124
ráða að fiskar hafi verið aðgengilegri
fæða heldur en fuglar á athugunar-
svæðinu.
Niðurstöður fæðuathugana í Grinda-
vík gefa vísbendingu um að afkomu-
möguleikar minks á svæðinu hafi verið
góðir allt athugunartímabilið og litlar
árstíðasveiflur í fæðuvali renna stoðum
undir þá skoðun.
Ætla má að fæðuframboð við
strendur landsins, einkum m.t.t. fjöru-
og grunnsævisfiska, sé víða sambærilegt
og í Grindavík. Á þeim svæðum má ætla
að fæðuval minks sé svipað og í
Grindavík.
Ef litið er á beint fjárhagslegt tjón
sem minkar á athugunarsvæðinu kunna
að valda með fæðuöflun sinni, verður
það að skoðast mjög óverulegt. Nær
engin þeirra tegunda sem mikilvægar
eru fyrir mink eru nýttar af mönnum.
Undantekning er hrognkelsi sem bæði
minkar og menn nýta. Auk þess éta
ýmsar aðrar tegundir hrognkelsi, t.d.
selir (Bjarni Sæmundsson 1926), svart-
bakar og ernir (Agnar Ingólfsson 1976,
1961). Rétt er að benda á að óbeint tjón
var ekki kannað og afar erfitt að meta
það, en vitað er að nærvera minks getur
truflað varphætti og varpstaðaval ým-
issa fuglategunda (Fjeldsá 1975, Arnþór
Garðarsson 1975, Finnur Guðmundsson
1952, 1979).
HEIMILDIR
Banfield, A. W. F. 1974. The mammals of
Canada. Toronto.
Corberl, G. B. & H. N. Southern 1977. The
Handbook of British Mammals, Lon-
don.
Day, G. M. 1966. Identification of hair and
feather remains in the gut and faeces of
stoat and weasel. J. Zool. 148: 201 —217.
Fjeldsa, J. 1975. Recent changes in the
waterfowl situation in Lakes Mývatn
and Vikingavatn, Iceland. Dansk. orn.
Foren. Tidsskr. 69: 89—102.
Garðarsson, Arnþo'r. 1975. íslenskir votlendis-
fuglar. Votlendi. Rit Landverndar, 4:
100—134.
Gerell, R. 1968. Food habits of the mink,
Mustela vison Schreb., in Sweden. Vil-
trevy 5: 119—195.
Guðmundsson, Finnur. 1952. Bird protection in
Iceland. I. C. B. P. Bull, 6: 153—160.
— 1979. The past status and exploitation of
the Mývant waterfowl populations.
Oikos 32: 232—249.
Holling, C. S. 1965. The functional response
of predators to prey density and its role
to mimicry and population regulation.
Mem. Entomol. Soc. Canada 45: 1 — 60.
Hólmjárn, Hólmjárn J. 1948. Svar við bréfi
háttvirtrar landbúnaðarnefndar neðri
deildar Alþingis, viðvíkjandi frumvarpi
til laga um útrýmingu villiminka. Erindi
til Alþingis, dagbók 268, 1947.
Ingólfsson, Agnar. 1961. The distribution and
breeding ecology of the White tailed
Eagle, Haliaeetus albicilla (L.) in Iceland.
B. Sc. ritgerð, University of Aberdeen,
(handrit).
— 1976. The feeding habits of Great
Black-backed Gulls, Larus marinus, and
Glaucous Gulls, L. hyperboreus, in Iceland.
Acta Naturalia Islandica 24. 19 bls.
— 1978. Greiningarlykill yfir stórkrabba
(Malacostraca) í fjörum. Reykjavík.
Fjölrit.
Jónsson, Gunnar. 1970. Fiskatal. Rit Fiski-
deildar 4 (7). 27 bls.
McNaughton, S.J. & L. L. Wolf. 1973. General
Ecology. New York.
Sœmundsson, Bjarni. 1926. Fiskarnir. Reykja-
vík.
202