Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 30
innan um botngróður, undirsteinum og
þess háttar (sbr. Johansen 1911). Þess
má geta, að hinn 27. maí 1978 fundust
tvær annars stigs lirfur á síkjamara
(Mynophyllurn alterniflorum) 1 Mývatni
skammt úti af Kálfaströnd. Ennfremur
fannst þriðja stigs lirfa í botnsýni af 10
m dýpi í Ljótapolli á Landmannaafrétti
hinn 8. júlí 1978 (Örn Óskarsson).
Poulsen (1940) fann aðeins annars og
þriðja stigs lirfur í svifsýnum frá Græn-
landi, og eru fjórða stigs lirfur því liklega
botnlægar. Við endurtekin hamskipti
rýrna fálmararnir og hætta að gegna
nokkru sérstöku hlutverki. Fálmarar
þeir, sem sjá má á fullvöxnum dýrum,
eru ummyndaðir fætur og því af allt
öðrum toga en sundfæri lirfanna.
Borgstrom og Larsson (1974) bentu á
ósamræmi milli norskra skötuormslirfa
og teikningar Longhurst (1955) af ís-
lenskri lirfu. Munurinn lá í lengd bursta
á fremsta fálmarapari lirfanna. Lirf-
urnar, sem áður er getið úr Mývatni og
Ljótapolli, koma heim við myndir Sars
(1896) og Borgstroms og Larssons
(1974) af fálmurum á norskum lirfum.
Gera verður ráð fyrir, að um sé að ræða
ónákvæmni í teikningu Longhurst af ís-
lensku lirfunni.
'Falið er (Somme 1934), að aðeins ein
skötuormskvnslóð þroskist á ári. Flest
bendir til að fullorðin dýr liggi ekki í
dvala á veturna, en misjafn klaktimi og
vaxtarhraði dýra veldur því, að ein-
staklingar geta verið mjög misstórir.
FÆÐA
Somme (1934) kannaði magainni-
hald nokkurra skötuorma og komst að
þeirri niðurstöðu, að þeir væru fyrst og
fremst leðjuætur. Skötuormarnir, sem
kannaðir voru, voru frá Noregi, Bjarn-
arey og Austur-Grænlandi. Magar
þeirra voru fullir af leðju (detritus) en
auk þess var lítið eitt af öðru dóti s.s.
sandkornum, mosaleifum, fléttuleifum,
kísilþörungum, grænþörungum, blá-
grænþörungum og fleiru. í öllum ein-
tökunum, að einu undanskildu (frá
Grænlandi), var einnig lítið eitt af smá-
krabbaleifum, sem vel hefðu getað veriö
hluti af leðjunni. I cinu norsku eintak-
anna fann hann nærri heilt smá-
krabbadýr (Alonoþsis teg.) sem hugsan-
lega hafði verið tekið lifandi.
Lauslegar athuganir á magainnihaldi
skötuorma úr Mývatni bentu í fyrstu til
þess, að fæða skötuormsins þar væri allt
önnur. Þetta varð til þess, að ég tók mér
fyrir hendur að kanna málið ofurlítið
betur. I |dví augnamiði var dýrum safn-
að á þremur stöðum: Mývatni, Ljóta-
polli og úr tjörn á Vesturöræfum. Dýr-
unum af Vesturöræfum var safnað lif-
andi, en hin voru tekin úr silungamög-
um. Fremri hluti skötuormsgarnarinnar
var tckinn í heilu lagi og innihaldinu
dreift á smásjárgler. Fæðutegundirnar
voru því næst greindar i smásjá.
Niðurstöður fæöugreiningarinnar
(Tafla I) reyndust að nokkru leyti hinar
sömu og Somme (1934) hafði fengiö. I
skötuormum úr Ljótapolli (5 eintök) var
mest af finkornóttri leöju (detritus)
(45—70% af rúmmáli) og kisilþörung-
um (10—50%). Einnig var nokkuð af
þráölaga grænþörungum (allt að 20%),
og í nokkrum maganna fundust sand-
korn, mosablöö og egghirslur kransþör-
unga (Characeae). Leifar af hjálmfló
(.Acroþerus harþae) komu fyrir í einu dýri.
I skötuormunum af Vesturöræfum (2
eintök) var leðja yfirgnæfandi og aðeins
örlítið af greinanlegum plöntuleifum s.s.
108