Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 69
mikið toppskarfsvarp. Eina heimildin um
það er dagbók R. Hörrings sem kom þangað
23. 6. 1908. Segir þar að stórt og fallcgt
toppskarfsvarp hafi verið í Vaðstakksey og
hafi það verið með bökkunum allt i kring um
eyna. R.H. áætlaði að hreiðrin væru alls um
1200; honum var sagt að árlega væru teknir
5—600 ungar þarna (sem virðist vera lítið í
samanburði við áætlaðan fjölda hreiðra).
Elliðaey, 65 09 N 22 49 V. Ekki á myndum
1975. Örfá (1—2) toppskarfshreiður hafa
verið í Elliðaey undanfarin ár; 1977 og 1978
voru þau 2 og 1979 5 (T.T.).
Gassasker, 65 11 N 22 48 V. Ekki á mynd-
um 1975. Fáeinir toppskarfar hafa orpið
öðru hverju í Gassaskerjum; 1978 voru þar
5—6 hreiður (T.T. eftir Kristjáni Guð-
mundssyni skipasmið).
Steinaklettar við Bíldsey, 65 07 N 22 44 V.
Ekki á myndum 1975. 1962 voru 3 topp-
skarfshreiður á austari Steinaklettum en
ekkert á þeim vestari; 1979 voru 28 hreiður á
austari og 4 á vestari klettunum (T.T. skv.
Kristjáni Guðmundssyni). — R.H. fór
framhjá Steinaklettum á sjó 28. 6. 1908 og
segir hann (dagbók) að jrar hafi orpið sérlega
margir toppskarfar.
Byrgisklettur, 65 05 N 22 41 V. Ekki á
myndum 1975. örfáir toppskarfar hafa orp-
ið í Byrgiskletti, 2 hreiður 1978 (T.T.). — Á
skrá B.S. 1951. — R.H. (dagbók 9. 7. 1908)
segir fáeina dilaskarfa verpa í livítabjamarey
(200 m norðvestan Byrgiskletts). — F.G.
(dagbók 1942, eftir Jónasi Jóhannssyni) get-
ur um dílaskarfsvörp 3 km suðaustar, í Ak-
ureyjarskeri og Hundshaus. Segir hann að um
400 ungar hafi verið drepnir þar 1942 og
aðeins fá ár séu liðin frá því að svo mikill
skarfur fór að fást. — B.S. (1951) skráir
dilaskarfsvörp í Hundshaus og Melskeri.
Dimunarklakkar, Klakkeyjum, 65 08 N 22
36 V. Eyjarnar voru byggðar þangað til
snemma á 19. öld. Dímunarklakkar mynda
tvær strýtur, austari klakkurinn 71 m hár,
sem eru sæbrattar en vaxnar grasi ofan til.
1975 voru toppskarfsvörp á 2 stöðum, urn 16
hreiður í austari klakkinum og um 8 hreiður
i þeim vestari. Á báðum stöðunum var
nokkurt rituvarp. Aðrir varpfuglar voru
einkum fýll (nokkur hundruð) og svartbak-
ur. — Skráð 1951 (B.S.). — Á þessu svæði
virðist áður hafa verið meira um toppskarf.
Að sögn Jóns S. Jónssonar í Purkey voru örfá
hreiöur í Skertlu (Klakkeyjum), og Helganaut,
Litlu-Geitarey og Karlsey í Purkeyjarlöndum,
en þessi vörp voru annað hvort um það bil
að hverfa eða horfin 1973. Fyrrgreind vörp í
Purkeyjarlöndum og Geiteyjarhólmi eru á skrá
B.S. 1951.
Grímsey, Gvendareyjum, 65 07 N 22 27 V.
Ekki á myndum 1975. 5—6 toppskarfs-
hreiöur 1978 (T.T.). — Um 10 toppskarfar
urpu í Grímsey 1942 (F.G. dagbók). Skráð
1951 (B.S.).
Nónsker, 65 08 N 22 24 V, Hvammsfirði.
Stórgrýtt, gróðurlaust klappasker. Díla-
skarfsvarp á mestöllu skerinu, 52 hreiður
1975; 6 svartbakar á hreiðrum innan um
skarfana. — Skráð 1951 (B.S.).
Grynnri-Seley, 65 08 N 22 22 V, Hvamms-
firði. Grashólmi með sand- og klappafjörum,
hæð 3 m. Dílaskarfsvarp, um 160 hreiður
1975. Aðalvarpið (um 90 hreiður) á hárri
klöpp, dreift varp á grasbakka meðfram
ströndinni og örfá hreiöur efst í grýttri fjöru.
Sviðinn grasblettur í miðjum hólmanum,
sennilega eftir dílaskarfsvarp 1974. Unt 29
svartbakshreiður á dreif.
Dýþri-Seley, 65 07 N 22 22 V, Hvamms-
firði. Grasivaxinn hólnti, hæð 5 m, aflíðandi
lágar klappir á eina hlið en brattir, hallandi
klettabakkar á hina. Toppskarfsvarp á
klettafláanum, virðist vera í aukningu —
nokkur hreiður uppi á grasi; alls 54 hreiður
1975. Auk þess um 23 svartbakshreiður,
sennilega nokkurt æðarvarp og fáeinar
teistur sáust við eyna. — í Twigueyjum, um 3
km norðvestar, var áður toppskarfsvarp
(F.G. 1942, B.S. 1951) sem nú virðist horfið.
Svörtusker, 65 07 N 22 16 V, Hvammsfirði.
Stórgrýtt, 2 m hátt, gróðurlaust klappasker,
lítið meira en skarfsvarpið. Alls 78 díla-
skarfshreiður 1975, aðrir varpfuglar ekki
sjáanlegir. — Ekki skráð 1951, en þá skráð
dílaskarfsvarp í Hallsteinaskeri (B.S.), urn 2.5
km vestar. 1973 voru 70—80 dílaskarfs-
hreiður í Svörtuskerjum.
Steindórseyjar, 65 05 N 22 15 V, Hvamms-
firði. Grashólmi (hæð 4 m), lágur og grýttur
að sunnan og vestan, allháir klettabakkar að
norðan og austan. Dílaskarfsvarp í jöðrum
hólmans á klöppum og stórgrýti, alls um 44
147