Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 151
Ævar Petersen:
Varpfuglar Flateyjar á Breiðafirði
og nokkurra nærliggjandi eyja
INNGANGUR
Breiðafjarðareyjar hafa löngum ]dóu
pcrla í íslenskri náttúru og sérstakur
ljómi einatt svifiö yfir eyjunum í augum
jiorra Islendinga. Fyrr á tímum var
ntikil byggð í eyjunum. Voru Breiða-
fjarðareyjar mikið eftirsóttar á þeim
tímum, er lífsbaráttan var háð því að
hafa i sig og á. Þar var ætið gnægð
matar, þótt hungur steðjaði að annars
staðar á íslandi, enda sagði Jón Espólín
(1828) . . ok er hvergi gagnsamara á
Islandi enn í Breiðafjarðareýjum“ (bls.
59).
Þótt eyjabændur liafi átt búfénað og
ræktað garðávexti, var afkoma manna
einkum háð hlunnindum sjávarins, sér-
slaklega fiskveiðunt, selveiðum og sjó-
fuglanytjum (Eggert Ólafssen og Biarni
Povelsen 1772, Bergsveinn Skúlason
1970). Ef litið er á fuglalíf Breiðafjarð-
areyja nú á tímum, cr auðvelt að gera
sér í hugarlund, hvers vegna fuglanytjar
(dún-, eggja- og fuglatekja) hafi verið
snar jsáttur í lífi eyjafólks. Fjölbreytni
fuglalífsins er allmikil, jiótt einkum sé
jtað einstaklingafjöldi sjófuglanna, sem
gefur eyjunum mikinn svip.
Fuglalíf Breiðafjarðareyja er mikið og
byggist á auðugu lífi grunnsævissvæða
fjarðarins og gnótt hentugra varpstaða.
Eyjarnar hafa aðcins lítillega verið
kannaðar meðsérlegu tilliti til fugla fyrr
en á allra síðustu árum. Ýtarleg könnun
eyjanna er auðvitað mjög mikið verk,
enda eru |)ær taldar eitthvað á jariðja
jrúsund, að vísu flestar mjög sntáar. Á
prenti er nánast ekkert til um fuglalíf
jjessa svæðis, nema mjög almenns eðlis.
Fyrst og fremst er urn að ræða tvær
greinar Bergsveins Skúlasonar (1935,
1949) um fugla í Vestureyjum.
Að mestu er vitað hvaða fuglateg-
undir verpa á Breiöafjaröarsvæðinu, en
jjekkingu er mjög ábótavant um út-
breiðslu og fjölda ýmissa tegunda, eins
og raunar á við um Island í heild.
Ainjtór Garðarsson hefur gcrt ýmsum
tegundum góð skil í bráðabirgðaskýrslu
sinni fyrir Þörungavinnsluna á Reyk-
hólum (1973). Þá hefur höfundur þess-
arar greinar safnað ýmsum upplýs-
ingum á undanförnum árum.
Umræða manna um verndun
náttúruauðæfa Breiðafjarðar hefur
fengið byr undir báða vængi á undan-
fiirnum misserum. Sumarið 1978 sam-
jnykkti Náttúruverndarþing ályktun
[tess efnis að athuga bæri með hvaða
hætti verndun svæðisins væri best kom-
Náttúrufræðingurinn, 49 (2 — 3), 1979
229