Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 161
Óð inshani (Phalaropus lobatus): Óðins-
lianar cru farfuglar, sem ásamt þórs-
hana, koma seinast allra fugla á varp-
stöðvarnar (1975: 16.5.; 1976: 21.5.;
1977: 22.5.). Verpa dreift um alla Flat-
ey, en lítið í hinum eyjunum, þar sem
hreiður hafa fundist í Akurey (F.Guðm.
1942) og Langey (1977). Verpa fyrst og
fremst í deiglendi en einnig í þurrum
móum. R.H. getur óðinshana sem mjög
algengra varpfugla á Flatey 1908, og
einnig getur Finnur Guðmundsson óð-
inshana 1942.
Óðinshanar eru einnig algengir unt-
ferðarfuglar á Flatey, en sjást þó ekki að
vori í hópum eins og aörir umferðar-
fuglar, einungis á fartímanum eftir
varp. Hópar byrja að byggjast upp í
júlíbyrjun og ná hámarksstærð um
miðjan mánuðinn. Flesta hef ég séð um
300 fugla í hóp. Þessir hópar halda sig
fyrst og fremst á ákveðnum stöðum, s.s. í
Skeljavík og Sundavík, við Tortu, milli
Langeyjar og Hádegishólma og í Kjóa-
tangavík en eru þó algengastir í
Dugguvogi. I fyrstu viku ágúst hefur
óðinshönum fækkað verulega og sjást
venjulega ekki nema fáir fuglar eftir
það. Ég hef þó séð óðinshana allt fram
til 20. ágúst.
Kjói (Stercorarius parasiticus): R.H. og
F.Guðnt. geta ekki þessarar tegundar
sem varpfugls. Skv. uppl. Sveins Gunn-
laugssonar urpu kjóar oftast árlega á
Flatey fyrstu þrjá áratugi þessarar aldar
(á Kjóatanga og Kjóagrund við Kjóa-
tangavík), jafnvel 2 pör sama árið. Skv.
Jóni Bogasyni voru kjóar ekki árlegir
varpfuglar á þessum sömu stöðum upp
úr 1930. Urpu þó 1939 á Kjóatanga.
Um 1943 urpu kjóar á Kjóagrund en
voru rændir það ár. Þeir færðu sig og
urpu aftur sama ár í Akurey. Ekki veit
ég til þess, að kjóar hafi reynt varp eftir
það, og þeir hafa örugglega aldrei orpið
eftir 1965.
Kjóar verða tíðari kringum Flatey er
líða tekur á sumariö. Um og upp úr
júlíbyrjun sjást kjóar á flugi við Flatey,
en þá leita þeir i eyjarnar til þess að
ræna lunda æti sínu.
Svartbakur (Larus marinus): Svart-
bakar munu hafa verið allalgengir
varpfuglar á svæðinu áður fyrr, einkum
í eyjunum sunnan Flateyjar. Jón Boga-
son kveður þá hafa orpið árlega í Lág-
múla, Flathólma, Pjattlandi, Innri—
Máfey (eitt árið 3 pör þar), Kerlingar-
hólmi, Kerlingarhólmsflögu og Há-
degishólmsflögu. Við og við urpu svart-
bakar á Flatey, t.d. 1954 (á skeri við
Nátthagatanga), 1956 eða 1957 (á
Nátthagatanga), 1971 og 1972 (á Brull-
laupstanga). Arið 1965 urpu svartbakar
á eftirfarandi stöðum: Lágmúla (1 par),
Nónborg (1), Flathólmarifjum (2),
Ytri-Máfey (1 par í Stakhöfða), Innri—
Máfey (2), Kerlingarhólmi (1) og Kerl-
ingarhólmsflögu (1). Alls voru þetta 9
pör. Síðan hefur svartbökum fækkað
sem varpfuglum enda mikið reynt til að
losna við þá. Þó varp 1 par í Kerlingar-
hólmi árið 1975, en lengst hafa svart-
bakar reynt varp í Lágmúla, eða árlega
fram til 1976. Virðast ekki hafa orpið á
svæðinu eftir það.
Sílamáfur (Larus fuscus): Sílamáfar
eru sárasjaldgæfir fuglar í Vestureyjum
en hafa einu sinni fundist verpandi á
svæðinu. Þ. 23.7. 1978 fannst hreiður
með 2 eggjum í Nónborg. Eggin voru öll
sprungin og auðsýnilega ónýt, og lá eitt
eggjanna utan hreiðursins. Þetta er
239