Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 146
eins á tiltölulega fáum stöðum í heim-
inum (sjá 5. mynd í Tuck 1961). Þá er
greinilegt, að hringvían er algengari um
sunnan- og vestanvert landið heldur en
norðan- og austanvert landið. I N.-At-
lantshafi eykst hlutfall hringvíu al-
mennt talað frá suðri til norðurs
(Southern & Reeve 1941). Á íslandi er
þessu þó þannig farið, að hlutfall
hringvíu minnkar eftir því sem norðar
dregur.
Nauðsynlegt er að benda á ýmis at-
riði, sem koma fram í töflunni og skýra
þau nánar. Vestmannaeyjar eru hér
teknar sem ein varpstöð. Langvíur
verpa í öllum 19 eyjum og dröngum
eyjanna, en stuttnefjur er að finna í 8
þeirra og þar aðeins á 10 stöðum. Þessir
staðir eru: Álsey (Randabæli niður af
Slétta-Molda), Súlnasker (Jappar við
Tómagil), Hellisey (Sámur og suðvestur
af Flögtum), Suðurey (Eggjanefið),
Hrauney (Landnorðurnefið), Bjarnarey
(niður af Fálkató), Elliðaey (niður af
Hábarði), og Heimaey (suðaustan í
Stórhöfða og niður af Halldórsskoru í
Dalfjalli). Ég hef áætlað, að stuttnefja
nái ekki 1% af heildarfjölda þessara
tveggja tegunda. Vegna þess hve stutt-
nefja er sjaldgæf í Vestmannaeyjum,
kom hún ekki fram í talningarúrtökum.
Einnig kom engin stuttnefja fram í
talningunni í Ingólfshöfða. Þessi tegund
er mjög sjaldgæf þar (sbr. Hálfdán
Björnsson 1976). Þá kom engin stutt-
nefja fram í Krísuvíkurbjargi í talning-
unni 17. maí 1959, en var 16% heildar-
fjöldans í talningum sem voru gerðar
seinna sumars. Skýringin er sú, að
stuttnefjan sest seinna upp í björgin en
langvían.
Á nokkrum stöðum hef ég talið oft,
t.d. í Hafnabergi, bjarghluta Krísuvík-
urbergs fram af vitanum og austan
hans, Elliðaey og Hellisey, Þúfubjarg og
Svörtuloft. Árið 1939 kynntist ég taln-
ingaraðferðum H. G. Vevers, og 1949
taldi Julian Huxley sig þurfa að telja í
Hafnabergi (sbr. Töflu I í Southern
1951). Hafnaberg er þægilegt til taln-
ingar vegna þess hve vikótt það er.
Tókum við Huxley ákveðna bjarghluta
fyrir, töldum í sitt hvoru lagi og bárum
svo saman talningar okkar. Aðferðir
okkar voru þær sömu og bar vel saman
hjá okkur. Huxley vildi einnig telja
svartfuglinn á sjónum undir berginu. Ég
var þá hættur sjótalningu af þremur
ástæðum: 1) Erfitt er að marka sér tak-
markað svæði, þar eð viðmiðun er eng-
in, 2) fugl mjög á iði og 3) stuttnefjur
halda sig lítið undir bjargi. Við Huxley
gerðum talningu i einu viki, töldum
svartfugla í báðum bjargkinnum viksins
svo og fugla á sjó framundan vikinu.
Við samanburð á þessum talningum,
sannfærðist hann um réttmæti aðferðar
minnar, þar eð hlutfall langvíu og
stuttnefju í fuglabreiðum undir bjarg-
inu var annað en í bjarginu sjálfu.
Áþreifanlegast sannfærðumst við
Finnur Guðmundsson um þetta, er við
dvöldum í Drangey 10.—11. júlí 1954
ásamt þeim Birni heitnum Björnssyni,
fuglaljósmyndara, og Friðriki Jessyni,
safnverði. Við töldum af sjó í öllum
bjarghlutum eyjarinnar og af brúnum
hennar niður í björgin. Útkoma taln-
inga varð sú, að stuttnefjur voru nær
100% heildarfjöldans. Hins vegar var
stuttnefju vart að sjá á sjó kringum eyj-
una.
Vegna þessara niðurstaðna fórum við
annað sinn í kringum eyna, sem og að
Kerlingu. Stuttnefjur voru alls staðar á
dreif í björgunum og á stórum setum.
224