Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 9
1. mynd. Setið að
snæðingi í
Meistaravík á
Grænlandi sumarið
1955. Frá hægri
Kristján
Geirmundsson,
Finnur, Hálfdán
Björnsson
Hann fór í ótal söfnunarleiðangra unt
landið og skipti auk þess á náttúrugrip-
unt við erlend söfn. Hann reyndi að
byggja upp heildarsafn íslenskra fugla
en einnig safn fugla frá norðlægari
slóðum. Finnur var mikill vinnuþjarkur
í þessu starfi sínu. Hann gerði lítinn
mun á því, hvort starf ltans i þágu
Náttúrugripasafnsins væri launað eða
ekki, eða hvort dagarnir væru virkir eða
helgir. Eg minnist ekki að hafa heyrt, að
hann hefði nokkurn tíma tekið sér
raunverulegt sumarfrí. Fáir sýndu jafn-
mikla ósérhlífni í starfi.
Fyrsta áratuginn var mjög örðugt um
alla söfnun, m.a. vegna húsnæðisskorts,
eins og áður er skýrt frá, en auk þess var
enginn hamskeri starfandi við safnið, og
sjálfur var Finnur mjög óhandlaginn. A
þessu fékkst bót árið 1959, er Kristján
Geirmundsson frá Akureyri var ráðinn
til safnsins. Aður hafði Finnur sent alla
fugla norður til Kristjáns. Þegar safnið
fluttist í húsnæðið við Hlemmtorg, varð
að loka sýningarsalnum, sem hafði verið
í Safnahúsinu frá árinu 1908. Sýn-
ingarsalurinn hafði verið þar lengst af í
óþökk forráðamanna, enda Landsbóka-
safn og Þjóðskjalasafn þurfandi fyrir
plássið. Þegar salnum var lokað, var
ekki annað sýnt, en að endurnýja þyrfti
sýningargripina, sem voru flestir ára-
tuga gamlir og mjög úr sér gengnir, þótt
ekki hafi verið talin ástæða að henda
þeim í hreinsuninni árið 1941. Kristján
fékkst ráðinn til að endurnýja fugla-
safnið, og unnu þeir Finnur og Kristján
ötullega að því í sameiningu, með hjálp
annarra, sem m.a. öfluðu nýrra fugla.
Salurinn var lokaður lengi, eða í 7 ár,
mestmegnis vegna skorts á fjármagni til
innréttinga. En með ráðningu Kristjáns
gjörbreyttust einnig möguleikarnir á al-
hliða uppbyggingu fuglasafnsins, og
hefur það vaxið drjúgum síðan.
Þótt fuglasafnið hafi haft forgang í
87