Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 62
fugli við Faxaflóa, og voru þar sennilega
aðeins örfá hreiöur 1975. Aðeins er
kunnugt um 2 varpstaði, Klofning við
Akra (80 hreiður 1955, um 10? 1975) og
Tjaldurseyjar (2 hreiður 1958, óvíst
1975), en c.t.v. verpa fáeinir toppskarfar
í öðrum dílaskarfsvörpum á svæðinu.
I suðvesturhluta Breiöafjarðar voru
sennilega innan við 100 toppskarfs-
hreiður i 5 þekktum vörpum 1975.
Stærsta varpið var í Melrakkaey (um 60
hreiöur) og næstmest í Andhælisskerj-
um við Vaöstakksey. Auk þess voru lík-
lega örfá hreiður á 3 öðrum stöðum
(Tafla IV). Bergsveinn Skúlason (1951)
getur varpstaða á 3 stöðum, Hrútliólma,
Hafnareyjum og Tveggjalambahólma,
en þar virtust ekki vera vörp 1975.
Varpið í Melrakkaey byrjaði um 1950,
þ.e. um likt leyti og fjölgun toppskarfs
fór að verða áberandi í Vestureyjum, en
engin fjölgun virðist hafa orðið hin síð-
ari ár. Fyrrum var mjög mikið topp-
skarfsvarp í Vaðstakksey, en eina heim-
ildin um það er frá 1908 (dagbók R.
Hörring), og það cr líklega löngu liðið
undir lok.
A Hvammsfjarðarsvæðinu voru alls
um 150 toppskarfshreiður í 6 vörpunt.
Stærstu vörpin voru i Dýpri-Seley (54
hreiður) og Lambey (47). Varpið í
Dýpri-Seley er líklega nýtt, en önnur
vörp á svæðinu eru gömul. Allt að 5
smávörp virðast hafa horfið á síðustu
árum (sbr. Viðauka, Dímunarklakkar)
og hugsanlega hefur fækkað á svæðinu í
heild, en heimildir eru óljósar. Á þcssu
svæði eru margar eyjar þar sem örfáir
toppskarfar gætu leynst, en telja verður
ólíklegt að það breyti verulega niöur-
stöðutölunni 1975.
Utanvert við Gilsfjörö voru 2 topp-
skarfsvörp með 186 hreiörum, Asmóð-
arey (116) og Fagurey (70). Varpið í
Ásmóðarey er gamalt og fjöldinn þar
virðist nokkurn veginn óbreyttur frá
1951, en þá viröist það hafa verið eitt
stærsta varpiö hérlendis. Varpið i Fag-
urey mun hafa byrjað skömmu fyrir
1970.
I miðhluta Breiðafjarðar voru alls um
350 toppskarfshreiöur i 14 vörpunt, voru
8 þeirra nýleg en 6 göntul (þckkt 1951
cða fyrr). Öll nýju vörpin nema 2 voru í
Flateyjarhreppi og má rekja landnám
þar til fjölgunar á norövesturhluta
Breiðafjaröar. Stærstu vörpin voru í
Hóley (70 hreiður) og Lat (56). í
Hafnareyjum, syðst á svæðinu, var áður
mikið toppskarfsvarp, en það hefur
stórminnkað.
Aðalvarpsvæði toppskarfs hérlendis
1975 var norðvesturhluti Breiðafjarðar,
en þar voru alls um 5460 hreiður í 28
vörpurn, eða líklegast yfir 80% af stofn-
inum. Alls voru 14 vörp með meir en
100 hreiður hvert. Stærstu vörpin voru i
Þórisey (856) og Skarfey (578) í Sauö-
eyjum, Innri-Hrauney (578), Vest-
ari-Rauðsdalshólma (484), Flateyjar-
klofningi (456) og Oddleifsey (420).
Mikið álitamál er þó hvernig ber að af-
marka byggðirnar, sem geta veriö mjög
jtétt saman þótt ekki séu á sörnu eyju, og
á hinn bóginn eru sum vörp dreifö
meðfram löngum strandlengjum ein-
stakra eyja. Þetta á sérstaklega við um
Sauðeyjar, frá Rauösdalshólmum í
Dyratind, og um Hrauneyjar. I Sauð-
eyjum eru talin 7 vörp með 2515
hreiðrum alls, en þar mætti allt eins tala
um 2 vörp með 1701 og 814 hreiðrum
cða aðeins eitt varp. Hrauneyjar mætti
einnig lelja eitt varp með 736 hreiðrum.
Toppskarfsvörpin á þessu svæði eru
langflest nýleg, þ.e. stofnuð eftir 1950,
140