Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 32
að greina þessa hluta til tegunda. Þegar niðurstöðurnar voru teknar saman (Tafla I) var einungis reiknað með þeim pörtum fæðudýra, sem samsvöruðu mestum einstaklingsfjölda. Ef til dæmis höfuðskildir tiltekinnar fæðutegundar voru fleiri en afturbolir, voru afturbol- irnir ekki reiknaðir með en höfuð- skjaldafjöldinn látinn gilda sem heild- arfjöldi. Samkvæmt þessum niðurstöðum mætti í fljótu bragði álykta, að skötu- ormar í Mývatni væru að miklu leyti rándýr. Eins og áður greinir, var megnið af dýraleifunum stakir skildir af höfði og bol krabbadýra, afturbolir þeirra og ennfremur stakir hausar af mýlirfum. Slikar leifar eru mjög algengar í botn- leðju Mývatns og getur þéttleiki þeirra farið upp í um 11000 í hverjum rúm- sentimetra af leðju (Arni Einarsson 1979). Þessar leifar eru ótrúlega þolnar og varðveitast í leðjunni í þúsundir ára. Líklega er þéttleiki dýraleifa í botnleðju hvergi jafn mikill og í Mývatni ef ntiðað er við vötn sem skötuormar lifa í. Þegar þetta er haft i huga lítur dæmið öðruvísi út. Þá verður beinlínis líklegt, að dýra- leifarnar hafi verið étnar með leðjunni. Þess má geta til frekari skýringar, að leðjan í mögum skötuormanna hafði bersýnilega verið síuð áður en hún var innbyrt. Það sést best á því, að kísilþör- ungarnir í leðjunni tilheyrðu flestir stórum tegundum (Cymatopleura, Epi- themia, Cymbella). Smáar tegundir, sem eru í miklum meirihluta í leðju Mvvatns, höfðu því verið síaðar í burtu. Nokkrir af botnkröbbunúm, einkum hjálmfló (Acroperus harpae) og mánaflóin Alona rectangula, voru það ferskir í mög- um skötuormanna, að ætla má, að þeir hafi verið étnir lifandi, enda er ekki óeðlilegt, að eitthvað slæðist með af lif- andi smádýrum þegar leðja er síuð og étin. Niðurstaðan af þessum fæðuathug- unum er sú, að skötuormurinn í Mý- vatni sé að mestu leðjuæta eins og aðrir skötuormar. Sem leðjuæta er skötuormurinn hið ákjósanlegasta fæðudýr fyrir fugla og fiska. Dýr sem er svo neðarlega í fæðu- keðjunni eins og skötuormurinn, á þess kost að vera með stærri stofn en ella. Það stafar af því, að stórum hluta af tiltæku lífrænu efni í stöðuvatninu er brennt sem eldsneyti í hverju fæðuþrepi. Væri skötuormurinn ofar í fæðukeðjunni kæmi minna af næringarefnaforða vatnsins honum til góða. Fæðukeðjan: „leðja — skötuormur — silungur eða önd“ er eins stutt og verða má, svo að næringarefnaforðinn nýtist vel. LOKAORÐ Hér hafa verið tíndir til fáeinir fróð- leiksmolar um lifnaðarhætti skötuorms- ins. Margt er enn ókannað í fari hans, t.d. ýmsir þættir varðandi fæðunám og æxlun og einnig lifnaðarhættir lirfanna. Ennfremur er ekki vitað hvaða þættir stjórna stofnstærð skötuormsins. Að- stæður á Islandi eru viða góðar til slíkra athugana. Að lokum þakka ég líffræðingunum Erni Óskarssyni, Hákoni Aðalsteinssyni, Jóni Kristjánssyni og Arnþóri Garðars- syni fyrir fúslega veitta aðstoð við söfn- un skötuorma, ýmsar gagnlegar upplýs- ingar og fyrir aðstoð við frágang þessa greinarkorns. HEIMILDIR Aðalsteinsson, Hákon 1976. Fiskstofnar Mý- vatns. Náttúrufr. 45: 154—177. 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.