Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 159

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 159
algengir varpfuglar, eða nærri eins al- gengir og hrossagaukar. Einkum al- gengir á austurhelmingi Flateyjar. Þéttleiki á Flatey er mjög mikill miðað við aðra staði á landinu. R.H. getur þess, að stelkar hafi verið allútbreiddir varpfuglar 1908 en þó ekki í miklum fjölda. Líklegt er að tegundinni hafi fjölgað nokkuð síðan um aldamót. Þó virðast vera nokkur áraskipti í fjölda varppara. Fá pör verpa í hinum eyjun- um. Hreiður hafa fundist í Ytri-Máfey, Hádegishólma, Langey og Akurey. Tveir stelkar merktir á Flatey hafa komið fram á Bretlandseyjum að haustlagi, annar merktur sem ungi, hinn sem fullorðinn fugl á hreiðri. Lóuþræll (Calidris alpina): Lóuþrælar koma til Flateyjar í seinni hluta apríl — byrjun maí (1975: 20.4.; 1976: 29.4.; 1977: 6.5.). Þeir eru ekki algengir varp- fuglar en verpa dreift um alla Flatey. Verpa líklega ekkert í hinum eyjum athuganasvæðisins. Um og upp úr miðjum maí er nokkuö af lóuþrælum á fjörunum, líklega um- ferðarfuglar að leita varpstöðvanna. I júní sjást lóuþrælar yfirleitt ekki á fjör- unum en fara svo að sjást aftur um og upp úr mánaðamótum júní/júlí. Skv. Jóni Bogasyni fannst fyrsta lóu- þrælshreiðrið sem vitað er um, ca. 1954 (Skeljavík). Nokkuð víst má telja, að lóuþrælar hafi ekki orpið á Flatey 1908, en R.H. sá aðeins einn fugl (í fjöru) þá daga, sem hann dvaldist þar. F.Guðm. getur tegundarinnar eingöngu sem um- ferðarfugls. Þórshani (Phalaropus fulicarius): Þórs- hana er fyrst getið frá Flatey í dagbók- um R.H. frá 1908. Hann segir, að þessi annars sjaldgæfi fugl á íslandi, hafi verið mjög algengur í öllum hólmunum (þ.e. á núverandi athuganasvæði minu). R.H. fann hreiður á þessu svæði og safnaði einum fullorðnum kvenfugli. Hantur þessa fugls er nú varðveittur í dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn. Þessar merku athuganir Hörrings voru lengi vel óþekktar islenskum fuglafræð- ingum. Þ. 2.7. 1939 var breskur stúdent að nafni P.I.R. MacLaren á ferð í Flatey. Getur hann þess í bréfi til Magnúsar Björnssonar (starfsmanns Náttúru- gripasafnsins eins og það hét þá), að í Flatey væru a.m.k. 12 þórshanar og ekki verpandi. Ég tel, að seinasti hluti athugasemda MacLarens sé ekki á rök- um reistur og stafi af því, að hann hafi ekki verið nógu kunnugur lifnaðarhátt- um tegundarinnar. Þegar Finnur Guðmundsson dvaldi í Flatey árið 1942, sá hann marga þórs- hana, einkum i Langey, Akurey og á austurhluta Flateyjar. Hann fann fjögur hreiður (2 í Langey, 1 í Akurey, 1 á Barnabergi í Flatey). Egg úr tveimur þessara hreiðra eru nú varðveitt á Náttúrufræðistofnun. Björn Björnsson, fuglaljósmyndari frá Norðfirði, var á ferð í Flatey árið 1945 og tók ágætar myndir af þórshönum. 2. mynd sýnir eina þessara mynda Björns, en hann ánafnaði Náttúrufræðistofnun mynda- safni sínu eftir sinn dag. Er Finnur Guðmundsson var í Flatey, skrifaði hann niður upplýsingar um fugla eftir Jóni Bogasyni, sem þá var búsettur í Flatey. Sagði Jón þórshana verpa í flestum eyjum, eitt eða fleiri pör, en í Langey og Akurey 3—4 pör hvorri. Síðar (1977) sagði Jón mér, að á þessum árum hafi 7—10 þórshanahreiður verið 237
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.