Samvinnan - 01.09.1927, Side 4
178
SAMVINNAN
Þingeyinga byrjaði veturinn 1881—82 varð Jón einn af
forgöngumönnum þess, enda þá maður á besta aldri og
líklegur til mikilla áhrifa. Jón var óvenjulega vel gerður
maður, hár vexti og beinvaxinn, dökkur á brún og- brá,
dökkeygur og snareygur, ennið hátt, nefið mikið og rétt.
Að öllu var maðurinn hinn glæsilegasti í vexti og fram-
göngu. Ekki bar minna á andlegum yfirburðum Jóns í
Múla. Hann var skarpgáfaður maður og einna mestur
ræðuskörungur hér á landi, meðan hann lifði. Ilann var
stónhuga um alla framkomu og rausn við vini sína. Gáfur
og yfirbragð Jóns minti fremur á Suðurlandabúa, en nor-
rænan mann. Fylgdi og gáfunum og glæsimensku hans
nokkurt eirðarleysi, sem olli því, að hæfileikar Jóns urðu
ekki að jafnmiklum notum, eins og við mátti búast, þar
sem af miklu var að taka. Jón í Múla kemur mjög
við sögu Kaupfélags Þingeyinga fyrstu ár þess. Iíann var
hinn fyrsti maður, er fór ferðir innanlands til að skýra
og útbreiða hugmyndir samvinnumanna. Hann átti góðan
þátt í að kaupfélagið fékk vetrarskip, þegar danska versl-
unin ætlaði að svelta Þingeyinga til auðsveipni. Hann
stóð framarlega í baráttu Þingeyinga við selstöðuverslun-
ina á Húsavík, er verja skyldi kaupfélagið gegn tvöfalda
skattinum. Rúmlega þrítugur var Jón kosinn á þing fyrir
Norður-Þingeyinga og sat fyrir það kjördæmi á þingi frá
1886—91. Þá var hann þingmaður Eyfirðinga frá 1893—
99, fyrir Seyðfirðinga frá 1905—1907 og loks fyrir Sunn-
Mýlinga frá 1909—1912. Þingsaga Jóns í Múla sýndi kosti
hans og ávantanir. Enginn maður var jafn vel fallinn og
hann til að hrífa huga fólksins með glæsimensku sinni og
mælsku. En einhver meðfædd breytingagirni kom honum
til að skifta svo oft um kjósendur. í landsmálum var Jón
á yngri árum fylgjandi hinni svokölluðu miðlun, þ. e.
þeirri stefnu að slá nokkuð af kröfum hinna hörðustu
endurskoðunarmanna, er héldu lengst uppi hinni neikvæðu
baráttu undir foinstu Benedikts heitins Sveinssonar. Síð-
ar var Jón einn af helstu áhrifamönnum í Heimastjórn-
ai-flokknum og önnur hönd Hannesar Hafstein, eftir að