Samvinnan - 01.09.1927, Page 7
SAMVINNAN
181
Hvem sem efar þann sann
vil eg minna’ á þann mann
er hér markaði fjöldanum leið.
Líkt og æfintýr — alið af þjóðar-þrá —
um hinn þróttuga, örbirga svein,
sem hóf sig, uns kóngsríkið kjósa hann má,
jafn keppin, strikföst og bein,
svo er saga þín!
Meðan dáð ei dvín,
þangað djörfung fær metnaður sótt.
Skín sem eldstólpi enn
fyrir framtíðar-menn;
gjörir farljóst um reginnótt.
Þú hinn vísi og spaki! á vakningar tíð
þér veglegast hlutverk þú kaust:
Þú vaktir og fræddir og leiddir vorn lýð,
og læðing af smælingjum braust.
Hlýja hjartans þökk!
inna hjörtu klökk
þér við hinstu kveðju-stund.
Nú skin bjartari tíð,
fleiri bjargráð þeim lýð,
sem stóð beygður nieð vaxtalaust pund.
En á stríðsvelli lífs er oft kveljandi kalt
og svo kær þá ’in friðsælu hlé,
þar sem ástin og fórnfýsin umlykja alt
í sín indælu, heilögu vé.
Og þar áttir þú skjól,
svo að aldrei kól
þín ástar og vona-blóm.
Og þá er svo létt,
þegar það er sett
að þola sinn örlaga-dóm.
Sigurður Jónsson frá Amarvatni.