Samvinnan - 01.09.1927, Page 19
SAMVINNAN
193
Mikið var í landinu af félögum sem unnu að því að koma
upp samvinnubyggingum. Stjórnin sló hönd sinni á þessi
félög, rak frá völdum trúnaðarmenn þeirra og setti svart-
liða í staðinn. Um leið var skipað, að reka úr samvinnu-
húsunum alla þá íbúendur, sem væru andstæðir Mussolini
í landsmálum. Víða voru kaupfélagsbyggingarnar brendar
og starfsmenn félaganna skotnir við vinnu sína, þar sem
til náðist. Grimdaræði fénda samvinnunnar á Italíu hafði
engin takmörk, nema þau að uppræta hreyfinguna með
öllu til að koma versluninni allri aftur í hendur milli-
liðanna.
I hinum nýju ríkjum í Ameríku hefir sam-
Samvinna vinnan ekki átt upp á pallborðið. Meðan
í Argentina löndin eru hálfbygð eiga „spekulantarnir“
góða daga. En um leið og þrengist í lönd-
unum, finna menn þörf fyrir samstarfið. í Argentina er nú
talið að séu til um 200 samvinnufélög og félagsmenn 120
þús. Nú í ár mynduðu tíu af þessum félögum samvinnn-
heildsölu í Buenos Ayres. Félagsmenn eru 9400.
Merkur enskur samvinnumaður G. M.
Samvinnan Barnes ritar nýlega alllanga grein um
í framtíðar- samvinnuna í framtíðarríkinu. Hann segir
ríkinu ^ árum myndi hann líklega hafa
verið svo djarfur að spá ákveðið um hvert
yrði fyrirkomulag framtíðarríkisins. En nú væri hann bú-
inn að sjá að það mætti geta sér til um hvað framtíðin
bæri í skauti sínu, en að spá væri of mikil dirfska. Hann
taldi líkur til að þjóðirnar myndu færast nær hver ann-
ari. Samstarfið í verslun og iðnaði myndi aukast. Niður-
stöður vísindanna yrðu í mörgum tilfellum brú á milli
þjóðanna. Loftskipin og fiugvélarnar, þráðlaust samtal og
hin hraðskreiðu úthafsskip þoka þjóðunum saman, kenna
mönnum að lyfta sér yfir landamærin og hugsa alþjóðlega.
En einmitt þessi nálægð þjóðanna gerir kepnina uro mark-
aðinn skarpari. Það verður nauðsynlegt fyrir hverja þjóð
að gæta sín vel að dragast ekki aftur úr í þekkingu,
skipulagi eða vinnubrögðum. Hr. Barnes taldi það myndi
13