Samvinnan - 01.09.1927, Page 23
SAMVINNAN
197
sölunnar taldist til á fundi í Svíþjóð í sumar, þá kveður
mikið að samvinnunni þar í landi nú sem stendur. Sam-
kvæmt þeirri frásögn eru félagsmenn tæplega 9 milj.
Sjálfstæð samvinnufyrirtæki 25 þúsund og búðir félaganna
50 þús. Kaupfélögin hafa í sínum höndum fimta hluta
allrar verslunar í iandinu.
Hinar sífeldu sveiflur á norsku krónunni
Norsk hafa valdið kaupfélögunum miklum skaða
samyinna á undangengnum missirum. I lok ársins
1925 voru 437 félög í sambandinu í Oslo
og félagsmenn 103 þúsund. Velta sambandsins var 32
miljónir króna, en velta allra félaganna 135 miljónir.
Tekjuafgangur sambandsins norska var 325 þús. krónur.
Heildsalan á þrjár verksmiðjur. Ein gerir smjörlíki, önn-
ur sápu, þriðja framleiðir tóbak.
Mjög oft ná verkföll og verkbönn erlendis
Um vinnudeil- ^il kaupfélaganna. Vorið 1920 var lengi
nr í sænskum verkfall í danska sambandinu, út af kaup-
kaupfélögum. deiiu. Snemma þá um sumarið sýndi að-
albókarinn mér inn í salinn þar sem um
80 karlar og konur unnu að bókhaldinu. En nokkrum
dögum áður hafði aðalbókarinn einn setið að vinnu í þess-
um stóra sal. Undirmenn hans voru þá allir farnir. Sá
siður tíðkast erlendis að starfsfólk við verslanir er í
kaupkröfufélögum, og snúa þau jafnt að kaupfélögum og
kaupmönnum, nema sérstaklega sé um samið. Hafa sam-
vinnumenn ytra fundið að illa færi á því, að þeir skyldu
ekki í atvinnufyrirtækjum sínum geta fundið íáð til að
útiloka kaupdeilur. Nú 1 sumar hafa sænsku samvinnufé-
lögin riðið á vaðið í þessu efni og komið upp fastri nefnd
sem hefir líkt verksvið og sáttasemjarinn hér á landi, til
að vinna að varanlega góðu samkomulagi milli yfirmanna
og starfsfólks í kaupfélögum. Rétt er að geta þess að það
voru ísl. samvinnum., sem komu með frv. um sáttasemjara
í almennum kaupgjaldsdeilum hér á landi. Náði mál það
fram að ganga, og hefir nýmæli það orðið hér að nokkru
gagni.