Samvinnan - 01.09.1927, Page 34

Samvinnan - 01.09.1927, Page 34
208 SAMVINNAN þjóðunum voru 15 fulltrúar, auk gesta, en íslendingamir ekki nema þrír. Umræðuefni fundarins voru tvö. Annað var aðstaða smáþjóðanna tii þess, hversu framkvæmdarvaldinu skyldi koma fyrir í þjóðabandalaginu. Hitt var um tryggingar- löggjöf Norðurlandaþjóða. L. Mowinckel, fyrverandi forsætisráðherra Norð- amnna, hélt aðalræðuna í fyrra málinu. Hann hefir um nokkur undanfarin ár verið einn af fulltrúum Norðmanna á alþjóðaþinginu í Genf, og er þess vegna þeim málum rnanna kunnugastur. Rakti hann sögu málsins, hversu hinar sigursælu stórþjóðir höfðu strax á Versalafundin- um trygt sér föst sæti í framkvæmdarnefndinni. Þegar Þjóðverjar bættust við, hlutu þeir líka að fá fast sæti. En þá komu þjóðir, sem telja mátti mitt á milli stórþjóða og smáþjóða, eins og Pólverjar, Spánverjar og Brasilíu- menn og heimtuðu föst sæti í framkvæmdarnefndinni. Ef látið var að óskum þeirra, voru öll hin mörgu smáríki heimsins, þar á meðal Norðurlönd öll, sama sem útilokuð frá því að hafa nokkur veruleg áhrif á stefnu þjóða- bandalagsins. Urðu síðan allmiklar umræður um málið og kom í ljós, að fulltrúar Norðurlanda vildu til þrautar verja hið upprunalega form þjóðabandalagsins. Þar ætti að ráða réttlæti en ekki ofbeldi og hnefaréttur. Síðara málið, um tryggingarlöggjöf Norðui’landa, var þá tekið til meðferðar. Fluttu fimm menn, einn frá hverju ríki á Norðurlöndum, fyrirlestur um tryggingarlöggjöfina í sínu landi. Iiöfðu sumir ræðumenn látið prenta ræður sínar áður, og útbýta meðal fundarmanna. Urðu nokkrar umræður um málið, en ekki í deiluformi, enn síður að ályktanir væru teknar. Fyrir Islendinga var lærdómsríkt að athuga hve miklu meiri fyrirhyggju frændþjóðir okk- ar hafa sýnt í tryggingarmálunum heldur en við. Hér eru slysatryggingamar það helsta, sem búið er að gera frá hálfu þjóðfélagsins til að tryggja þann minnimáttar móti vanheilsu, fátækt og óhöppum. Meðan stóð á fundinum í Kaupmannahöfn snæddu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.