Samvinnan - 01.09.1927, Qupperneq 35
SAMVINNAN
209
gestirnir nokkrum sinnum saman, stundum í veitingasal
ríkisþingsins, og stundum í veislusölum út í borginni.
Höfðu fundarmenn þar tækifæri til að kynnast persónu-
lega. Var undirbúningur allur af hálfu Dana hinn besti,
og samkomulag gestanna hið ákjósanlegasta.
Tvo síðustu fundardagana fóru fundarmenn skemti-
og kynningarferð um Suður-Jótland, þ. e. um þau héruð,
sem Danir fengu aftur frá Þjóðverjum í Versalafriðnum
1919. Var lagt af stað að kvöldi til með járnbrautarlest
vestur yfir Sjáland. Þá var stigið á skip og siglt um nótt-
ina til Haderslev á Suður-Jótlandi austanverðu. Langur
og mjór fjörður liggur inn að bænum, en ekrur, tún og
blómleg þorp til beggja handa. 1 Haderslev var uppi fót-
ur og fit. Fjöldi borgarmanna niður við höfn og tekið á
móti gestunum með ræðum og hljóðfæraslætti. Fjöldi
bæjarbúa hafði boðið bifreiðar sínar til að flytja gestina
þvert yfir Jótland vestur að Rípum, því að þar var næsti
áiangi. Vegna þess að Danir í Suður-Jótlandi hafa liðið
miklar hörmungar undir harðstjóm Þjóðverja, er þeim
því meiri gleði að hafa sameinast aftur þjóð sinni og finna
þá um leið enn betur, að þeir eru líka tengdir frændsemis-
böndum við aðrar Norðurlandaþjóðir. Frá Haderslev og
vestur að Rípum er landið nálega slétt, sendið og ekki
jafnfrjótt eins og á austurströndinni. í Rípum er hin veg-
lega dómkirkja frá miðöldunum, og eru Danir, sem von-
legt er, stoltir af því verki. Fundarmenn skoðuðu kirkj-
una og nokkrar aðrar merkar byggingar í borginni,
snæddu miðdagsverð og héldu síðan með járnbrautarlest
suður eftir vesturströndinni. Er þar víða feitt land og
frjótt, en svo lágt, að verja verður það sjávargangi eins
og í Hollandi, með háum og þykkum varnargörðum. Þeg-
ar komið var suður að landamerkjum Dana og Þjóð-
verja við Norðursjóinn, var flokknum snúið austur á
bóginn; þar þá farið í bifreiðum. Á þeirri leið var ekið
fram hjá hinum fræga bæ, þar sem Cornelius Petersen á
heima. Var bærinn einkennilegur, næstum eins og virki
tilsýndar. Petersen er hálfgerður skilnaðarmaður og þyk-.
14