Samvinnan - 01.09.1927, Síða 47
SAMVINNAN
221
þau verið eins á hagsældaröld sinni. Þai- eru engjar hinar
bestu og landkostir allir í ágætu lagi svo vel vegur á móti
sn j óþyngslunum.
Vorið 1920 urðu Fljótamenn fyrir miklum skakka-
föllum, og hallaðist efnahagur þar meir en víðast annar-
staðar. Þaðan hefir verið sótt á mótorskip og seglskip,
manndrápsbollana miklu, og orðið mannskaðar meiri en
úr öðrum héröðum norðanlands. Fljótin eru í nágrenni
Siglufjarðar. Ef til vill gerir það mestan gæfumuninn nú
og' áður. I stað þess að nota markaðinn fyrir hey og sauð-
fjárafurðir á Siglufirði, hafa Fljótamenn notað þar
markaðinnfyrirmenn.
. Fljótin eru fyrsta íslenska sveitin, sem kaupstaðirnir
virðast vera að tæma.
Framtíð Fljótanna er óráðin gáta. Efalaust væri
skynsamlegt fyrir menn sem vantar jarðnæði, að taka
góðar jarðir í Fljótum nú, sem auðar standa og byggja
þær aftur áður en hús og mannvirki falla.
En menn hér norðanlands hafa ótrú á Fljótum, líkt
og einhverju heimskautalandi norður í höfum. Margir
hafa oftrú á Siglufirði eins og einhverri gullnámu suður
í löndum. Ef Siglufjarðartrúin heldur áfram sigurför
sinni, fara Fljótin í auðn og fleiri sveitir koma á eftir
víðsvegar um land. En ef henni verður hnekt, ef bændur
halda við sína fornu trú, sína 1 a n d s t r ú, byggjast Fljót-
in aftur að nýju. Og svo kváðu þar vera landkostir að vel
mættu Fljótin aftur verða ríkasta sveit Skagafjarðar að
hundrað árum liðnum.
XIII.
S a m v i n n u h o r f u r. Vestursýslurnar, norðan-
lands, eru einhver einlitustu landbúnaðarhéröð, hérlendis.
Hafnir eru mjög slæmar í sýslum þessum, útvegur lítill
og þorpin smávaxin.
V e r s 1 u n sýslna þessara hefir löngum verið erfið.
Eg minnist troðninganna á sævarbökkunum innan við
H o f s ó s. Mörg hundruð, sumstaðar samhliða, margra