Samvinnan - 01.09.1927, Síða 64

Samvinnan - 01.09.1927, Síða 64
238 SAMVINNAN viðskifta. Yfirstjórn fyrirtækisins skal eiga sæti í Höfn og í henni vera bæði Danir og íslendingar. Er það í sam- bandi við hina tillöguna. Nokkur ákvæði era enn, svo sem um það, að verslunarstjórnin skuli sjá um, að iðnaðar- menn taki sér bólfestu í kaupstöðum og vinni handa lands- mönnum varning, sem annars yrði keyptur frá útlöndum. Þá fjallar bréf Skúla enn um eitt atriði, sem vert er að taka vel eftir. Hann vekur nefnilega athygli á því, að starfsmenn dönsku verslunarinnar hér á landi séu óþarflega margir. Telur hann, að hún hafi 6—12 fasta starfsmenn á hverri höfn og sé slíkt óþörf eyðsla. Áætlar liann starfsmannahald íslensku verslunarinnar miklu minna og gjörir ákveðnar tillögur um takmörkun þess. Gjörir hann ráð fyrir, að ekki sparist minni fúlga en 30 þús. dalir árlega með fyrirkomulagi sínu og þykir sem von er því fé illa varið nú og telur að eitthvað þarfara mætti með það gjöra. I þessu sver Skúli sig greinilega í ætt til samvinnumanna nú á tímum. Eitt það, sem þeir hafa jafnan fundið kaupmannaverslun til foráttu, er alt of mikið starfsmannahald og annar verslunarkostnaður. Er þessi eyðsla í rauninni enn meiri nú en á dögum ein- okunarinnar, þar sem kaupmenn þjóta upp eins og gor- kúlur á haugi og engin yfirstjóm er til, sem haft geti eftirlit með ráðsmensku þeirra. En hvorugum hefir dul- ist, Skúla eða samvinnumönnum nútímans, að slíkt óþarfa starfsmannahald er gróðrastía fyrir slæpingja í landinu og hlýtur að gjöra annað tveggja, hækka vöruverðið að mun eða setja verslunina á höfuðið og baka lánveitendum mikið tjón. Ekki verður annað sagt en að kaupfélögin íslensku hafi dyggilega farið að ráðum Skúla í þessu efni. Er deg- inum ljósara, að starfskostnaður þeirra er hverfandi samanborðið við kaupmannaverslun þá, er hefir jafn- mikla umsetningu. Mætti benda á það, að Sambandið sem selur og kaupir vörur fyrir meir en þriðjung landsmanna hefir ekki mannahald eða húsakost nema á borð við fremur litla heildverslun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.