Samvinnan - 01.09.1927, Síða 65
SAMVINNAN
239
Athugum nú, hvernig fyrirkomulag þetta, sem Skúli
Magnússon æskti eftir, hefði orðið í framkvæmdinni. All-
ir sjálfseignarbændur hefðu orðið meðeigendur í versl-
uninni. Eigi er mér full-kunnugt um tölu þeirra í þá daga,
en margir hafa þeir verið. Jafnframt því sem þeir urðu
meðeigendur í versluninni hlutu þeir að fá hlutdeild í
stjóm hennar. Er líklegt, að hluttöku þeirra hefði verið
svipað háttað og nú í stórum kaupfélögum, þannig að
einstök héruð hefðu valið fulltrúa og þeir svo kosið yfir-
stjóm verslunarinnar. Á þann hátt hefðu bændur fengið
aðstöðu til að ráða mestu um rekstur hennar. — Enn
kemur eitt merkilegt atriði til skjalanna. S k ú 1 i v i 11
beinlínis koma á samábyrgð allra 'jarð-
eigenda fyrir rekstursfé verslunarinn-
a r. Þessu er ómögulegt að mótmæla. í tillögum sínum
gjörir hann ráð fyrir, að vextir og afborganir af lánum
séu greidd með þeim ágóða er verði af versluninni á 5
ára fresti. Gjörum ráð fyrir þeim möguleika — sem a.
m. k. er ekki meiri fjarstæða en að Samb. ísl. Samvinnu-
félaga verði gjaldþrota —, að reksturshalli hefði orðið
á íslensku versluninni fyrstu 15—20 árin, þá hefði auð-
vitað verið gengið að jörðum bænda án tillits til þess,
hvort þeir vom skuldugir eða eigi. Annars er merkilegt,
að andstæðingar kaupfélaganna og samábyrgðarinnar
bregða Skúla eigi um það, að hann hafi viljað steypa
landinu í glötun? Þeir þora það ekki, af því að sagan
og þj óðarsamviskan hafa dæmt hann sýknan saka. En
þeir gæta þess eigi, að með sínum þungu ásökunum á
liendur kaupfélögunum vegna samábyrgðarinnar rista
þeir Skúla um leið hið rammasta níð.
Með tillögunum frá 1757 hefir Skúli komist hæst sem
hugsjónamaður í verslunarmálum. Hann er þá á besta
aldri, 46 ára gamall. Til þessa hafði hann haft sigur í
hverju máli. Hann hafði sótt hart fram og enginn megn-
að að hindra hann. Stóð þá gustur af þessum glæsilega og
umsvifamikla manni inn í hvert hreysi um endilangt ís-
land. Nokkur ár stendur hann í stað. En svo tekur sókn