Samvinnan - 01.09.1927, Page 70
244
S A M V I N N A N
Afríku stjórnarskrá, sem trygði þessum tveimur nýsigr-
uðu og óvinveittu ríkjum mest áhrif á stjórnarhagi sam-
bandsríkisins. Þetta þótti flestum þá óvit eitt, en síðan
hefir alt gengið vel. Má þakka þetta bæði stjómkænsku
Breta og hinum miklu hæfileikum hollenska hershöfð-
ingjans Louis Botha. Hann barðist gegn Bretum meðan
auðið var, en gerðist
síðan foringi þjóðar
sinnar í sáttar- og
viðreisnarstarfinu. -
Sumir landar hans
ásökuðu hann fyrir
þetta og þótti hann
hafa gengið á hönd
Bretum, en Botha sá
betur fram í tímann.
Nú er hans stjómar-
stefna orðin ríkjandi
í Suður-Afríku, og
landar hans ráða þar
mestu.
Hin nýju ríki í
suðurheimi, Ástra-
lía, og Nýja-Sjáland
hafa samið sér hin-
ar róttækustu stjóm
arskrár, sem til em
í þingræðislöndum.
Nýja-Sjáland var
fyrsta ríkið, sem gaf konum kosningai-rétt til þings og
það hefir gengið í broddi, með margar og mikilvægar
þjóðfélagslegar umbætur.
Þessi ríki eru allfrábrugðin hinum ensku nýlendum
í Ameríku. Til Ástralíu fluttust menn ekki vegna baráttu
um trúarbrögðin, og þangað fóm ekki höfðingjar eins og
til suðurfylkja Bandaríkjanna. Þjóðfélagið varð því
„demókratiskara“ en í nokkrum öðrum löndum, og stétta-
Lonis Hotlin
f. 1863 d. 1919
Foringi Búa i striðinu við Englend-
inga 1899-1902. Fyrsti forsætisráð-
herra Bandarikja Suðurafriku.