Samvinnan - 01.09.1927, Page 89
Stjórnmál og* steinolía.
Eftir
Finn Jónsson, póstmeistara á ísafirði.
(Nl.) VI.
Svo sem áður segir, er olíuvinsla og olíusala, með ný-
tísku skipulagi, mjög arðvænleg. Hinsvegar er stofn-
kostnaður svo mikill, að hlutafé félaganna hrekkur í
fyrstu mjög skamt til allra framkvæmda, jafnvel þó mik-
ið sé. Olíuleiðsla Shell félagsins í Venezuela kostaði t. d.
2 miljónir sterlingspunda og hreinsunarstöð Anglo Persi-
an félagsins í Llandarcy um 3 miljónir sterlings punda.
Vegna þessa stendur venjulega fjöldi banka og pen-
ingafélaga á bak við hvert einasta olíufélag og stjórna
öllu saman. Er þetta svo mjög á huldu, að það verður
sjaldan lýðum ljóst.
Þó vildi svo til að „Petrol Times“ skýrði frá högum
Sinclair olíufélagsins 11. nóv. 1919 á þá leið, að alls stæðu
að því stofnanir er hefðu umráð yfir 9.000.000.000 doll-
urum. Nefnir blaðið félög þessi og eru þau alls 32 að tölu.
Sem stjórnendur eru nefndir 30 auðmenn, er ráða yfir
mesta sæg af allskonar auðfélögum. Ýmislegt segir blaðið
fleira um stærð þessa félags, sem þó er einna minst af
stóru olíusamböndunum.
Stjórn þessara stóru félaga er í höndum einstakra
fárra manna, auðkonunga, sem öll ráð hafa í hendi sér,
bæði í félögunum og bönkunum. Þessir auðkonungar ráða
síðan þjóðþingunum og ríkisstjómunum. Heiminum er
stjómað með hervaldi, en auðvaldið stjómar hervaldinu.
Fyrir heimsstyrj öldina var Bretaveldi einna stærsta