Samvinnan - 01.09.1927, Side 91
S A M V I N N A N
265
„Manchester Guardian" hefir skift olíusvæðunum í heima-
lönd og almenninga. Standard Oil og sambandsfélög þess
hafi heimaland í Bandaríkjunum, Shell félagið í bresku og
hollensku Austur-Indíum en Anglo-Persian 1 Persíu. Al-
menningana, eða þau svæði, sem allir keppi um, telur
blaðið: Suður-Ameriku, Rússland, Mexicó og Rúmeníu.
Jarðfræðingar Bandaríkjanna hafa áætlað olíumagnið í
löndum þessum sem hér segir: Bandaríkin 7 miljarðar tunnur
Persía 5,8 — —
Austur-Indíur 3 — —
Suður-Ameríka 9,3 — —
Rússland 6,8 — —
Mexicó 4,5 —
Rúmenía 1,1 — —
Áður hefir veríð skýrt frá olíumálunum í Mexicó. í
Rúmeníu eiga Standard Oil félagið, Sheli félagið og An-
glo Persian félagið öll mikil ítök. í Rússlandi áttu Frakk-
ar mikið fé í olíunámum, fyrir stríðið, en þær kröfur urðu
þeim verðlausar eftir verkalýðsbyltinguna og hafa Eng-
lendingar keypt af þeim hlutabréfin fyrir sama og ekkert.
Auðvaldsblöðin voru búin að spá svo oft skammlífi
verkalýðsstjórnarinnar rússnesku, að eigendumir voru
farnir að leggja trúnað á það. Gerðu Frakkar og Bretar
því samning með sér í San Remo 24. apríl 1920 um
hvemig þeir skyldu nota sér rússnesku olíuna. Var samn-
ingur þessi fyrst undirskrifaður af Philippe Bertelot og
John Cadman, en síðar af Lloyd George og Millerand.
Með samningnum stofnuðu stjórnimar til vinsamlegrar
samvinnu og samhjálpar, sín á meðal, til að nota sér í fé-
lagi auðsuppsprettur þessara landa: Rúmeníu, Galisíu,
franskra nýlenda, breskra nýlenda og Rússaveldis hins
foma. Vai- samningur þessi fremur Englendingum í vil.
Frakkar áttu að hafa hreinsunarstöðvamar, en Bretar
framleiðslu og flutninga. Ennfremur höfðu Bretar gert
þessa athugasemd um nýlendur sínar: „Að svo miklu
leyti, sem núgildandi reglur leyfa“.