Samvinnan - 01.09.1927, Síða 94
268
SAMVINNAN
leiddir nema tveir hundraðshlutar af framleiðslu heims-
ins, en 4V*> ef Persía er talin með, en Bandaríkin hefðu 70
hundraðshluta og auk þess þriðjung af framleiðslu Mexico
ríkis. Curzon fórust m. a. orð á þessa leið:
„Hræðsla Ameríkumanna um hina ímynduðu græðgi
breskra olíueigenda, virðist sérstaklega heimskuleg, þegar
þetta er athugað og enn er athugavert að sjálfir hafa
Bandaríkjamenn við ýms tækifæri notað sér áhríf sín í
löndum, er verið hafa þeim háð til að ná yfirráðum eða
sérleyfum frá breskum þegnum eða félögum, er náð höfðu
slíku á löglegan hátt“.
Nefndi Curzon ýms dæmi þessa. Yfirleitt voru bréfa-
skifti þessi mjög hvassyrt og voru talin spegill af almenn-
ingsálitinu, báðumegin hafsins. Rak þetta svo langt, að
fyrirspurn kom fram í breska þinginu um stærð herskipa-
flotans samanborið við flota Bandaríkjanna. Flotamála-
ráðgjafinn breski hélt þá ræðu og lýsti yfir því, að
ófriður við Bandaríkin væri óhugsandi. Var þetta tekið
sem sönnun þess, að honum hefði þó að minsta kosti dott-
ið slíkt í hug.
Síðan samþyktu Bandaríkjamenn lög, þar sem reist-
ar voru skorður gegn yfirráðum útlendra ríkisborgara yfir
olíulindum og var þessu þá einkum beint gegn Bretum,
Frökkum og Hollendingum.
Þræta þessi um aðstöðu vemdaðra ríkja, er sprott-
in út af ákvæði um það, að „verndarinn“ verði að gæta
þess, að engu ríki þjóðabandalagsins sé misrétti gjört,
með tollaálögum, né heftar séu iðnaðarframkvæmdir þess,
verslun eða siglingar.
Þegar Harding varð forseti Bandaríkjanna í mars
1921 má svo að orði kveða, að Standard Oil hafi komist
til valda í Hvíta húsinum. Kom þetta brátt í ljós, þegar
hann gerði Fall þingmann, einn af leppum olíufélaganna
að innanríkisráðgjafa. Þegar hér var komið fór þó held-
ur að draga úr misklíðinni, að minsta kosti af hálfu
Breta. Orsök þess var talin verslunarkreppan, eða öllu
fremur afstaða Frakka. Samningamir í San Remo voru