Samvinnan - 01.09.1927, Page 95
SAMVINNAN
269
voru ekki fyr undirskrifaðir, en háværar raddir heyrð-
ust þaðan, um að Frakkar þyrftu sjálfir að koma sér
upp olíuvinslu og- mættu ekki vera öðrum háðir í því efni,
ef til ófriðar kæmi. Fleira g'erðist og efni misklíðar
Frakka og Breta í milli, sem ekki verður hér greint.
Sumarið 1921 boðaði Harding forseti til fundar í
Washington, til að ræða um takmörkun vígbúnaðar.
Gripu Bretar þessu boði fegins hendi. Fundurinn var svo
haldinn þá um haustið. Hafði hann ekki verið ætlaður til
þess sérstaklega, að ræða olíumálin. Þó notuðu Banda-
ríkjamenn tækifærið, í sambandi við níu velda samning-
inn um Kína, til að setja fram skoðanir sínar um versl-
un, peningaútflutning og sérleyfi. Var þetta nefnt „opin-
gáttar stefnan“ og hljóðar svo:
Með það fyrir augum, að fylgja sem best „opingátt-
ar stefnunni“. eða gæta sem best jafnréttis allra þjóða,
til verslunar og iðnaðar í Kína, eru samningsríkin, önn-
ur en Kínaveldi, ásátt um að leita ekki eftir, né styðja
þegna sína í að ná:
a. Neinum þeim framkvæmdum, sem gætu orðið til þess,
að koma á stofn víðtækum sérréttindum, hvað viðvík-
ur verslun og iðnaði, í umtöluðum hlutum Kínaveldis.
b. Neinni þeirri einokun eða slíku, er hindrað gæti þegna
annara ríkja, frá að starfa að hverskonar opinberum
störfum, verslun, eða iðnaði, í Kínaveldi, í sambandi
við kínversku stjómina eða fylkisstjómir þar. Þ. e. a.
s., ekki styðja að neinu því er komið gæti í veg fyrir
jafnrétti þjóðanna til að nota sér auðsuppsprettur
landsins.
Þessari opingáttar stefnu héldu Bandaríkjamenn
fast fram í orði, á öllum síðari ráðstefnum og í bréfavið
skiftum við önnur ríki, en jafnframt lögðu þeir sjálfir
mjög mikið kapp á að ná sérleyfum hjá Hollendingum í
Austur Indíum. Hafði þar nýskeð verið gert útboð á
sérleyfi miklu. Standard Oil langaði mjög til að ná í það.
Bandaríkjastjóm tók sig því til, skrifaði hollensku
stjóminni, og varaði hana við því, að veita leyfið nokkr-