Samvinnan - 01.09.1927, Side 102
270
SAMVINNAN
Vélbátaútvegurinn er í mestu kröggum. Einkasalan
hefði getað létt nokkuð undir með honum. En andstæð-
ingamir þorðu ekki að þrautreyna þetta skipulag. Þeg-
ar full sönnun var fengin fyrír ágæti olíueinkasölunnar,
var hætt við, að menn vildu reyna einkasölu á fleiru.
Heildsalamir, sem eru vænn kvistur á meiði íslenska
íhaldsins, sem nefnt hefir veríð „hið auðlausa auðvald“,
sáu sína sæng uppreidda. Þeim leist ekki á þetta. Þeir
heimtuðu afnám einkasölunnar. Það var látið eftir þeim.
Hér var það slagorðið „hið frjálsa samkepni", sem ósóm-
inn var hulinn með.
Alþýða til sjávar og sveita þarf að vakna og líta í
kring um sig. Hún þarf að sjá, að hún greiðir auðvald-
inu skatt í einhverri mynd, af hverjium einasta matar-
bita og öllu, sern hún notar. Stálhringurinn fær sitt fyr-
ir hvem spaða, sláttuvél, plóg og herfi. Olíuhringurinn
fær sinn skatt af hverjum olíudropa. Hjá þessu verður
ekki komist, meðan núverandi þjóðskipulag helst við
úti í löndum .
Annað er hægt að spara þegar í stað. Það er hægt
að spara landsmönnum stórfé, með því að koma skipu-
lagi á verslunina.
Verslunarólagið á mjög mikinn þátt í því hvað fjár-
hagur þeirra er þröngur.
Því má kippa í lag með samvinnufélagsskap og ríkis-
verslun.
Það er hlutverk hinnar ungu kynslóðar. Láti hún þetta
undir höfuð leggjast, á hún á hættu að braskarar leggi
landið í eyði.
Heimildir: R. Page Amotti: „The Politics of Oil“.
Joe Walker „Bloody American Capitalism“. „The
Soviet Union Monthly". „Russia“. „The Official
Report of the British Trades Union Delegation to
Russia 1924“ o. fl.