Samvinnan - 01.09.1927, Qupperneq 113
SAMVINNAN
287
hraunsins og túnsins, dökk og drungaleg í djúpum bylgj-
um. En við Skaftána, rétt andspænis síðustu hraunbylg.]-
unni, sem þar storknaði, stendur rafstöðin frá Hólmi.
Þegar komið er að húsinu, heyrir maður lága dimma
suðu frá ofurlítilli þriggja hesta rafvél, sem er þar nótt
og nýtan dag, að hamast við að lýsa og hita og sjóða fyr-
ir heimilið. Til að hreyfa vélina hefir Bjami veitt kvísl
úr Skaftá heim að stöðvarhúsinu. Nú þykir honum litla
vélin vera ónóg, og síðasta kvöldið sem eg var í Hólmi,
hjálpaði eg honum til þess, ásamt öðrum fleiri, að koma
12—14 hestafla rafmagnsvél þar inn í eina stofuna, þar
sem hún átti að geymast í vetur, óhult fyrir frosti og
raka.
Þó eg dveldi lengst af á þeim stöðum, sem unnið var
að rafveitum, gisti eg nokkrar nætur að Hólmi. Man eg
einu sinni, að eg kom með Bjarna frá Breiðabólsstað seint
um kvöld, þangað heim. Fólkið var sest að, en ljósin log-
uðu úti og inni, svo hvergi bar á skugga. Bjarni visaði
mér inn í gestastofu en gekk njálfur inn í húsið, til þess
að útvega okkur einhverja hressingu. Þegar eg opnaði
stofuhurðina varð fyrir mér sjón, sem mér þótti bæði
fögur og nýtsárleg. Á miðju gólfi stóð borð alþakið jurta-
pottum. Þarna voru plöntur af ýmsum tegundum, með
grænum, þroskalegum blöðum, rétt eins og þá væri há-
sumar. Mest bar þar á stórum alblómguðum, hvítum og
rauðum rósum, en upp yfir miðju borðinu hékk stór loga-
skær rafmagnslampi, sem helti geislum sínum yfir þessi
ljóselsku fósturbörn húsfreyjunnar í Hólmi. Fór eg nú
að virða stofuna betur fyrir mér en eg hafði gert áður.
Sé eg nú, að hingað og þangað eru málaðar myndir fest-
ar upp á veggina. Voru það myndir af ýmsum bæjum og
stöðum og skipum. Man eg sérstaklega að mér þótti vel
máluð myndin af Skógafossi, sem eg var þá nýlega bú-
inn að sjá á leið minni austur. Seinna fékk eg að vita að
Bjarni hafði sjálfur málað þessar myndir. Þai-na voru
líka stólar, legubekkur, borð og hirslur, sem hann hafði
alt sjálfur smíðað.