Samvinnan - 01.09.1927, Page 121
Byg'giiigar.
V.
Hér hafa verið g'erðar tvær tilraunir með húsag’erð í
samræmi við landslag hér á landi. Annað er sveitabæja-
stíllinn, með háum þökum og burstum. Hann er bein eftir-
líking blágrýtistindanna, sem eru víða báðumegin við
bygðir landsins skomir sundum með djúpum giljum. Hitt
er hallarstíllinn. Hann er til orðinn til að fá á sumar bygg-
ingar landsins þann blæ sem er yfir hinum láréttu blá-
grýtisklettabeltum sem vötn og ís hafa ekki skorið sund-
ur til muna.
Einar Jónsson hefir bygt listasafn sitt í íslenskum
hallarstíl, og er aðalhlið þess húss það besta og fullkomn-
asta sem enn hefir verið framkvæmt í því efni hér á landi.
Um sama leyti eða áður gerði Ásgrímur málari hina nafn-
kunnu bankateikningu, sem áður hefir verið prentuð í
þessu tímariti.
Tveir kaupmenn í Reykjavík, Sturla og Friðrik Jóns-
synir, hafa sýnt mikla atorku við að reisa stórbyggingar,
og hafa verið leitandi að samræmi í línum og formi. Fyrst
bygðu þeir stórhýsi mikið við Hverfisgötu, og er það nú
bústaður sendiherra Dana. Það er mikið hús, en stíllinn
fremur viðvaningsleg eftirlíking af ýmsum erlendum og
ósamstæðum fyrirmyndum. Síðar hafa þeir bygt tvö
stór hús við Laufásveg og fylgir hér með mynd af því
húsinu sem fyr var reist. Þar er gerð alvarleg tilraun að
nota til fullnustu yfirburði hinnar beinu, óbrotnu línu.
sem vitaskuld á best við steinsteypuna. Húsið stendur
hátt, og nýtur sín að því leyti vel; galla má það telja á hús-