Samvinnan - 01.09.1927, Page 122
296
SAMVINNAN
inu, að það sýnist rísa á of veikri undirstöðu, eins og- þmg-
húsið, þar sem grunnurinn var aldrei bygður, eins og húsa-
meistarinn hafði gert ráð fyrir. I öðru lagi eru múrtindarn-
ir á þakbrún að vísu ekki óþægilegir fyrir augað, en þó eft-
irstæling úr gotneskum stíl frá miðöldunum, og eru síst
til bóta, ef leita skal samræmis við blágrýtisnáttúru lands-
ins. Talið er að þeir bræður muni að nokkru hafa stuðst
við enskar fyrirmyndir, og þar eru múrbrúnir eins og á
Hús Sturlu og Friðriks í Reykjavík.
húsi þeirra mjög algengar. Sérfræðingar í byggingum láta
sér fátt um finnast tilraun Sturlu og Friðriks, en mörg-
um leikmönnum þykir allmikið til hennar koma og mun
það mála sannast, að aldrei verður smekklega bygt á Is-
landi fyr en leikmenn fara að hugsa um gerð og tilhögun
bygginga með miklum áhuga og leita hins fullkomnasta,
er þeir þekkja og geta framkvæmt.
Á síðasta þingi urðu nokkur átök um byggingarstíl
á prestsetrum. Um nokkur undanfarin ár hefir fé veri.ð
veitt árlega á fjárlögum til að endunbyggja prestsetur.
Hefir húsameistari, Guðjón Samúelsson, í samráði við
Jón biskup Helgason ráðið mestu um gerð þessara húsa.
Er eitt af hinum fyrstu og þektustu reist á Skeggjastöð-
um í Norður-Múlasýslu. Það er vandað steinsteypuhús,
hár kjallari með eldhúsi og borðstofu fyrir heimafólk