Samvinnan - 01.09.1927, Page 125
SAMVINNAN
299
klöpp eða föst undirstaða fyrir steinhús. Varð því að
steypa þykka hellu undir öllu húsinu og reisa þar á vegg-
ina. Húsið er þessvegna nokkru hærra en á þessari mynd.
Kjallararúm það, sem þannig fékst, án þess að bein þörf
væri fyrir það, notar prestur að nokkru leyti fyrir kind-
ur og hesta að vetrinum til. Veldur það nokkrum gólfhita
í aðalíbúðinni.
Enn er ofsnemt að fullyrða hvernig bærinn á Berg-
þórshvoli muni reynast, einkum hvort torfkamparnir
þykja æskilegir á slíkum húsum, og hvort þeir standa
nógu vel og haldast þurrir. Á Norður- og Austurlandi
mátti gera ráð fyrir að hentugt þætti að hafa torfvegg á
þrjár hliðar, og þá enga glugga á norðurhlið; hafa torf-
þak, og bustir, tvær eða þrjár, móti suðri. En þar sker
reynslan ein úr.
En svo mikið er víst, að presturinn í Holti undir
Eyjafjöllum, sem byggir bæinn nú í sumar notar sömu
teikninguna. Hann er gagnkunnugur á Bergþórshvoli og
bendir það á, að honum þyki tilraun þessi hafa gefist vel.
Auk þess er kunnugt um fleiri presta, sem eru að búa