Samvinnan - 01.09.1927, Page 127
SAMVINNAN
301
byg'ging’arstíl. En meðan svo er, þokar málinu lítið áfram.
Þá fyrst kemst skriður á byggingarmálið, þegar fjöldi
manna víðsvegar um land fer að brjóta heilann um bygg-
ingarmálið, um stílinn, um hentugustu notkun húsrúms.
Og nú er þetta að byrja. Ungur bóndasonur og hag-
leiksmaður í sveit, Hennann Guðnason á Hvarfi í Bárðar-
dal, hefir sent ritstjóra þessa tímarits tvær teikningar af
Sveitabær með þrem bustum.
misstórum sveitabæjum, þar sem frumhugmynd Ásgríms
málara er notuð sem undirstaða en skipulagið sniðið eftir
þörfum sveitaheimila. Á Norður- og Austurlandi myndi
vafalaust ávinningur að hafa torf ofan á vatnsheldu þaki.
Enga glugga þyrfti á norðurhlið vegna loftherbergjanna,
því að fullkomnir gluggar gætu verið bæði á húsgöflunum
og á „kvistunum“ fram á hlaðið.
Margir menn halda að það sé dýrara að byggja i
bæjastíl heldur en teningslaga kumbalda. En munurinn er
víst minni er margan heldur. Einar hreppstjóri á Kára-
stöðum, sem bygt hefir eitt hið reisulegasta hús í bæjastíl,
segir að munurinn sé lítill. Mjög oft mundu menn full-
byggja eitt „þil“ í einu og er sú aðferð hentug efnalitlum
mönnum. Á þann hátt geta jafnvel meir ein kynslóð hald-
ið áfram að fullgera bæ, er síðan stendur í margar aldir.