Samvinnan - 01.09.1927, Page 138
312
S A M V I N N A N
þá að búi á Miðhóli, þar sem móðurfrændur hans höfðu
áður búið. Þegar samvinnuhreyfingin tók að eflast að nýju
í Skagafirði við verðhækk-
un og harðbýli milliliða-
stéttarinnar á stríðsárun-
um, varð Tómas forvígis-
maður sinna sveitunga í
verslunarmálum. Var þá
stofnað kaupfélag Fells-
hrepps með heimili á Hofs-
ós. Tómas vat- í fyrstu
bæði kaupstjóri á Hofsós
og bóndi á Miðhóli, en eftir
því sem annir hafa vaxið
víð félagið, hefir hann orð-
ið að beita þar mestum
kröftum sínum. Félagið er
ekki stórt, en hefir gert
mikið gagn í héraðinu,
enda hnígur þangað meir og meir verslun sú er verið
getur á Hofsós. J. J.
20. Skúli Jónsson
kaupfélagsstjóri á Blönduósi 1909—1915. Mynd hans átti
að birtast í 16. árg., 2. liefti, tímarits þessa, bls. 97, en
féll þar úr af sérstökum ástæðum. Skúli Jónsson var fædd-
ur í Auðunnarstaðakoti í Víðidal 23. nóv. 1870. Foreldrar
hans voru hjónin Jón bóndi Þórðarson og Gruðrún Krist-
mundsdóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, sem
lengst af bjuggu á Auðúlfsstöðum í Langadal. Haustið
1890 fór hann í Möðruvallaskóla, og litlu eftir að hann
hafði lokið þar námi, réðist hann sem verslunarmaður
til J. Gr. Möllers kaupmanns á Blönduósi, og var í hans
þjónustu til ársins 1904. Síðari hluta þess tímabils stóð
hann fyrir verslun er J. Gr. Möller reisti á Hvammstanga.
Árið 1904 réðist hann sem verslunarstjóri við verslun R.