Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 20

Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 20
130 ELSA E. GUÐJÓNSSON ANDV'flBI föður, er heldur á Kristi krossfestum, og heilögum anda, sem í dúfulíki svífur milli höfuðs guðs og höfuðs Krists. Utan um þessa mynd er mjór, tígul- laga rammi, og nema horn tígulsins við fremur breiðan leturbekk, sem um- lykur klæðið á fjóra vegu. Er í bekknum letrað á latínu með gotnesku smástafa- letri hluti úr 34. versi, 25. kafla Matteus- arguðspjalls: Venite: benedicti: Patris: mei: possidete: paratum: vobis: regnum: acon, þ. e. Venite benedicti Patris mei possidete paratum vobis regnum acons- cilet a constitutione mundi, („Komið þér hinir blessuðu föður míns og takiö að erfð ríkiÖ, sem yður var fyrirbúið frá grund völlun licims"). í þríhyrningunum, sem myndast milli leturbekksins og tígulsins, eru tákn guðspjallamannanna: örn Jó- hannesar, engill Matteusar, naut Lúkasar og ljón Markúsar. Halda þau á letur- böndum með nöfnum sínum. Þrenningarmyndir af líkri gerð og á Enschede klæðinu þekkjast í vestrænni myndlist, allt frá síðari hluta 12. aldar.8 Eins og áður segir, var klæðið í leiðarvísi Twenthesafnsins talið vera frá 14. öld. 1 grein sinni tekur frú Kalf, að því er séð verður, ekki ákveðna afstöðu til þessarar tímakvörðunar. Eitt atriði þrenningar- myndarinnar á Enschedeklæðinu virðist þó útiloka, að það geti verið eldra en frá lokum 15. aldar. Er atriði þetta búninga- sögulegs eðlis. Drottinn er á myndinni klæddur síðri, víðri kápu, opinni niður úr að framan, með löngum ermurn og fremur breiðum sjalkraga. Kápur af þess- ari gerð komu ekki frarn í Vestur-Evrópu fyrr en um 1485, en voru mikiÖ í tizku á fyrri hluta 16. aldar, einkum meðal eldri manna og lærðra.9 Má því varla gera ráð fyrir, að klæðið sé saumaÖ fyrr en um eða eftir aldamótin 1500. Hár- og skeggsnyrting drottins mælir einnig fremur með þessari tímasetningu en móti. Önnur atriði myndanna á ldæSinu eru athyglisverð og virðast styðja það, að klæðið sé íslenzkt. Frú Kalf bendir á í rit- gerð sinni, að handaburður drottins sé með öðru móti en á þrenningarmyndum, sem hún kannast við.10 Hún minnist þó aðeins á eina gerð, en um tvær gerÖir virðist hafa verið að ræða. Heldur drott- inn ýrnist báðurn höndum undir þvertré krossins eða lyftir annarri hendi í blessun, en hinni í bæn, og stendur þá krossinn fyrir framan hann. Mynd af fyrri gerð- inni er meÖal annars að finna á íslenzkri silfurpatínu frá fyrri hluta 14. aldar,11 en síðari gerÖina má sjá til dæmis á enskum altaristöflum úr alabastri frá 15. öld.12 Á mynd Enschedeklæðisins gerir drottinn hins vegar hvort tveggja í senn að blessa og halda á krossinum. Lyftir hann hönd- um í blessun og bæn, en þvertré krossins hvílir í olnhogabótunum. Hvort þessi myndgerð sé sérstakt íslenzkt fyrirbæri skal látið ósagt, en víst er, aÖ sömu handa- burði er að finna á mynd í íslenzku Jóns- bókarhandriti frá 150713 og að öllum lík- indum einnig í handritalýsingu í Skarðs- bók frá 1363,14 þótt sú mynd sé of ógreini- leg til þess að hægt sé að segja um það með fullri vissu. í framhaldi af þessu mætti nefna, að á tákni Markúsar guðspjallamanns, ljóninu, cr á Enschedeklæðinu dregið greinilegt mannsandlit. Á tákni Markúsar á ofan- greindri mynd í Jónsbókarhandriti frá 1507 er einnig mannsandlit. Ekki er fund- ið dæmi um þetta frá öðrum löndum, en það er þó ekki kannað enn sem skyldi. Þess má geta, að nefnt Jónsbókarhandrit var gert af að öðru leyti óþekktum manni, Jóni Sveinssyni, sem álitið er, að hafi ver- ið prestur á Noröurlandi. Sé nú taliÖ víst, að klæðið í Twenthe- safni sé íslenzkt, hlýtur að vakna spurn- ing um, úr hvaða kirkju það sé komiö. Þeirri spurningu er þó ekki auÖsvarað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.