Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Síða 42

Andvari - 01.07.1962, Síða 42
152 JÓHANN S. HANNESSON ANDVARI skólarnir geta ekki án verið. Því að skólamál eru of mikilvæg og of alvarleg til þess, að nokkurn tíma sé óhætt að gefa þau með öllu á vald þeirra tiltölu- lega fáu manna, sem skipuleggja kennslu- mál og framkvæma skólalöggjöf og skóla- reglugerðir. Þegar gefa á öldinni okkar heiti, er venja að kenna hana við kjarnorku eða tækni, iðnað eða vísindi. Það mætti ekki síður kenna hana við skóla. Sið- menntað þjóðfélag á okkar dögum er skólaþjóðfélag, í þeirn skilningi, að án víðfaðma skólakerfis getur það ekki stað- izt. Og hlutur skólanna fer sívaxandi; þeir eru smátt og smátt að taka að sér allt uppeldi í þjóðfélaginu, ekki aðeins liið tæknilega og fræðilega uppeldi — „kennslu" í þröngum og gamaldags skiln- ingi — heldur einnig hið siðferðilega og félagslega uppeldi. Jafnvel í þjóðfélagi af þeirri gerð, er íslendingar búa við, þar sem síður en svo er stefnt að upplausn fjölskyldunnar eða reynt að draga úr þjóðfélagslegum áhrifum heimilisins, er skólunum í æ ríkara mæli falið að ala börnin upp. Ideimilin afsala sér æ fleiri skyldum — og jafnvel réttindum — í hendur skólanna, og kennurum er ætlað að ganga nemendum rneir og meir í for- eldra stað. Ef ég fer hér með rétt mál, er augljós þörfin á vakandi áhuga á skólamálum, ekki aðeins hjá þeim, sem sérstaklega látá velferð barna og unglinga til sín taka, lieldur hjá öllum landslýð, áhuga, sem sízt ætti að vera minni — þótt hann mætti gjarnan vera skynsamlegri og íhug- ulli ~ en áhugi manna á almennum stjórnmálum, enda má það til sanns veg- ar færa, að skólamál séu allra stjórnmála mikilvægust. Og þessi þörf á áhuga og umhugsun er þeim mun meiri, sem sú stefna — eða hreyfing, eða hreyting, eða hvað maður nú á að kalla það — sem skapað hefir skólunum jafn gífurlega stórt hlutverk og raun er á, er ekki nema að litlu leyti valin af okkur sjálfum í sam- ræmi við vísvitandi óskir okkar og raun- verulegar þarfir, heldur er henni þröngvað upp á okkur af atburðarás samtímans, sem við höfum harla lítið taumhald á. Að vísu er það ef til vill ekki vel að orði komizt, að segja, að því, sem hér hefir gerzt í skólamálum á síðustu hálfri öld, hafi verið þröngvað upp á okkur; það er vissulega ekki ætlun mín að harma það eða lasta, þótt orðalag mitt kunni að virðast benda í þá átt. Sannleikurinn er sá, að við höfum tekið þessari fram- vindu tveim höndurn og ýtt undir hana af fremsta megni — og ekki að ástæðu- lausu. Því að þróun skólamálanna er óað- skiljanlegur þáttur þeirra allsherjarbreyt- inga á þjóðfélaginu, sem við hingað til höfum verið sammála um — og erum enn að mestu sammála um — að kalla framfarir. Engu að síður vil ég leggja áherzlu á það, að um fullt og frjálst val af okkar hálfu hefir ekki verið að ræða. Sjálft eðli þjóðfélagsbreytinganna bannar það, að nokkurn tíma verði til fulls kosið á þjóðskipulag eða þjóðfélagsástand. Þjóð- félagið er óendanlega fjölbreytt og flókin heild, þar sem hvað tvinnast saman við annað á svo margvíslegan hátt, að erfitt er eða ógerlegt að rekja hvern þátt til enda. Þeim fræðigreinum, sem við köll- um þjóðfélagsvísindi, fleygir að vísu fram, og við þau eru af gildurn orsökum tengdar miklar vonir. En enn sem komið er höfum við furðu lítið lært að taka þau i okkar þjónustu — nema þá helzt þar, sem sízt skyldi, sem sé í stjórnmála- og viðskiptaáróðri. Við erum enn furðu nær- sýn og skammsýn, þegar um það er að ræða, að stofna vísvitandi til breytinga á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.