Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 48

Andvari - 01.07.1962, Side 48
158 JÓHANN S. HANNESSON ANDVAIÍI Það skólakerfi, sem ég er að reyna að gera mér í hugarlund, myndi auðvitað fyrst og fremst eiga að sjá nemendum fyrir þeirri hagnýtu kennslu —• hagnýtri i víðasta skilningi — sem þeim er nauð- synleg. Um þetta þarf ekki að ræða; það er sameiginlegt öllum skólakerfum. En þegar hagnýtri nauðsyn sleppir, yrði það aðalmarkmið skólanna, að sjá fyrir sem lengstu og nánustu samneyti allra nemenda, án tillits til efnahags eða stéttar, gáfnafars eða námsgetu. Slíkir skólar yrðu því harla ólíkir þeim skólum, sem við nú höfum, og enn ólíkari þeim skól- um, er margir vilja koma hér á, þar sem stefnt er að því, að stía nemendum sundur eftir námsgetu sem allra fyrst. Enda veit ég að margur mun spyrja, hvaða hugsan- lega samleið treggáfaðasti nemandinn geti átt með þeim snjallasta. Þessari spurningu vil ég svara í tvennu lagi. I fyrsta lagi eiga allir nemendur eftir að eiga samleið í lífinu — sem borgarar og kjósendur, sem foreldrar skólabarna, sem Oddfellowar, Rotaríanar og Lions, sem gestir í Þjóðleikhúsinu og áhorfendur á knattspyrnukappleikjum. Þeir eiga að 1 ifa í sama þjóðfélagi, og þótt þar séu margar vistarverur, er það þó eitt hús. Ég hefi hér að framan reynt að sýna fram á það, að þjóðfélagslegt uppeldi fæst nú hvergi, eða mun von bráðar hvergi fást, nema í skólunum. Sé þetta rétt, þá er það varla fjarstæða, að ætla þegnum sama þjóðfélags sömu skólamcnntun eftir því, scm framast er unnt. I öðru lagi eru hugmyndir okkar um það, hvað kenna eigi í skólum og hvað hægt sé að lcenna þar, ef til vill ein- skorðaðri og þrengri en þörf gerist. Mér er ekki grunlaust um, að akademískar hefðir menntaskólanna hafi smitað tals- vert út frá sér til lægri skólastiga. Það er deginum ljósara, að íslenzk framhalds- skólanámsskrá í dag næði skammt í slík- um skóla, sem hér um ræðir. En ef til vill er ekki vanþörf á að rýmka þá náms- skrá. Ég ætla ekki að þylja hér neinn lista um fög, sem bæta mætti á náms- skrána, enda er það varla fleiri fög, sem okkur vantar mest. Ég vil aðeins benda á það, að við eigum það því sem næst al- gjörlega sumarvinnu skólanema að þakka, að íslenzkir stúdentar útskrifast ekki gjör- samlega ófróðir um sitt eigið þjóðfélag og þjóðlíf. Og þó er hagnýt þjóðfélags- fræði eitt af því, sem allir geta tileinkað sér. Við þurfum áreiðanlega að skilgreina hugtökin „nám“ og „kennsla" á frjáls- lyndari og frjálsmannlegri hátt en okk- ur er nú tamast. En ég held við verðum ekki síður að gera okkur alnýja grein fyrir því, hvað eru gáfur og námshæfileikar. Það nær engri átt, að telja þá alla einskis nýta í skóla, sem ekki geta lært á bók, allra sízt ef við skilgreinum bókina svo þröngt, að hvorki nótnabækur né mynda- bækur eru taldar til bóka. Ef skólakerfið á að þjóna öllu samfélaginu, en ekki að- eins fáum útvöldum — og mér er endan- lega sama, hvort þeir eru valdir eftir stétt eða vitsmunum — verður einfald- lega að gera ráð fyrir því, að allir heil- brigðir menn geti lært, þótt geti ekki allir lært það sama. En af því leiðir það, að ef skóli hefir ekkert það að bjóða lök- ustu nemendunum, sem þeir geta með- tekið, þá er það skólinn, sem hefir brugð- izt, en ekki nemendurnir. Ég endurtek það, að allir heilbrigðir menn geta lært. Og sumt af því, sem jafnvel þeir lökustu geta lært, þurfa allir að læra. Þótt þess sé vandlega gætt, að íþyngja hinum lakari ekki um of, og hins ekki síður, að sjá þeim færustu fyrir nægilegum verkefnum við þeirra hæfi, þá er samt nóg eftir af sameiginlegu námi og sameiginlegu skólastarfi fyrir alla nemendur, nóg tækifæri til þeirrar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.